Hörð samkeppni um gullskóinn (myndskeið)

Hörð samkeppni er um gullskóinn í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. 

Erling Haaland, framherji Manchester City, og Cole Palmer, sóknartengiliður Chelsea, eru með flest mörk eða 20. 

Á eftir þeim kemur Ollie Watkins, framherji Aston Villa, með 19. Næst á eftir koma Alexander Isak hjá Newcastle, Mohamed Salah hjá Liverpool og Dominic Solanke úr Bournemouth með 17. 

Myndskeið af leikmönnunum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert