Skaut mjög föstum skotum á Jürgen Klopp

„Svo getum við alveg spólað til baka og velt því fyrir okkur af hverju maðurinn í brúnni sé að segja frá því að hann sé orðinn alveg uppgefinn?“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í Vellinum á Símanum Sport.

Liverpool tapaði óvænt stigum í toppbaráttunni gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Anfield í Liverpool í dag en liðið er nú tveimur stigum á eftir toppliði Manchester City.

„Af hverju er Klopp að segja öllum að hann sé að hætta eftir tímabilið?“ sagði aðstoðarlandsliðsþjálfarinn.

„Hvernig ætlast menn til þess að menn geti fylgt því eftir með krafti og ástríðu þegar maðurinn í brúnni er að væla yfir þreytu? Ef hann ætlar að leiða þetta svona er ekkert skrítið að liðið fylgi því eftir,“ sagði Jóhannes Karl meðal annars.

Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp. AFP/Paul Ellis
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert