Eiður Smári: Gefur deildinni miklu meira vægi

Tómas Þór Þórðarson, Margrét Lára Viðarsdóttir og Eiður Smári Guðjohnsen eru mætt fyrir hönd Símans Sports til að fjalla um stórleiki dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla.

Fyrst mætast Liverpool og Brighton og svo Manchester City og Arsenal í sannkölluðum toppslag.

Aðeins eitt stig skilur á milli Arsenal, Liverpool og Manchester City í efstu þremur sætunum. Tómas Þór benti í innslaginu hér að ofan á að venjulega á þessum tímapunkti á tímabilinu sé Manchester City yfirleitt farið enn betur í gang.

„Já, farnir af stað og eru yfirleitt með forskot. Það skemmtilega við þetta núna er að þetta er þriggja hesta kapphlaup. Eins og Margrét segir gefur það deildinni miklu meira vægi.

Það færir miklu meiri spennu í þetta. Við höfum á síðustu árum ekki séð jafn mörg lið vera í toppsætinu til skiptis svona oft eins og á þessu tímabili,“ sagði Eiður Smári.

Innslagið frá Etihad-leikvanginum í Manchester má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert