Landsliðsþjálfarinn skaut á stjörnu Arsenal

William Saliba er einn best miðvörður ensku úrvalsdeildarinnar.
William Saliba er einn best miðvörður ensku úrvalsdeildarinnar. AFP/Justin Tallis

Þrátt fyrir að vera lykilmaður í liði Arsenal hefur knattspyrnumanninum William Saliba gengið illa að fá tækifæri með franska landsliðinu. 

Saliba hefur verið einn albesti miðvörður ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin tvö tímabil og hefur lítill spilatími hans hjá Frakklandi þess vegna verið til umræðu. 

Á blaðamannafundi Frakklands fyrir vináttulandsleikinn gegn Síle í kvöld útskýrði Didier Deschamps af hverju hann spili lítið. 

„Hann er að eiga gott tímabil, en hann gerir einnig hluti sem ég er ekki ánægður með. 

Hann hefur ekki spilað mikið með Frakklandi, en þær mínútur hafa ekki endilega verið góðar,“ sagði landsliðsþjálfarinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert