Bæjarar í viðræðum við Ítalann

Roberto De Zerbi er eftirsóttur.
Roberto De Zerbi er eftirsóttur. AFP/Glyn Kirk

Forráðamenn knattspyrnuliðs Bayern München í Þýskalandi hafa sett sig í samband við Ítalann Roberto De Zerbi um að taka við þjálfun liðsins eftir tímabilið.

Það er þýski miðillinn Bild sem greinir frá þessu en De Zerbi, sem er 44 ára gamall, stýrir Brighton í ensku úrvalsdeildinni núna.

Lætur af störfum í sumar

Bayern München er í leit að nýjum knattspyrnustjóra en Þjóðverjinn Thomas Tuchel mun láta af störfum sem stjóri liðsins að tímabilinu loknu.

Xabi Alonso, stjóri Bayer Leverkusen og fyrrverandi leikmaður Bayern München, hefur verið sterklega orðaður við stjórastöðuna hjá félaginu en hann er einnig á óskalista Liverpool.

De Zerbi hefur einnig verið orðaður við stjórastöðuna hjá Barcelona en Xavi, sem stýrir Barcelona núna, hefur gefið það út að hann sé á förum frá félaginu í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert