Chelsea og Man. Utd miklir keppinautar (myndskeið)

Chelsea og Manchester United mætast í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði hefur mikið gengið á í leikjum liðanna undanfarna þrjá áratugi.

Manchester United réð ferðinni að miklu leyti á síðasta áratug 20. aldarinnar og Chelsea kom síðan upp með afar sigursælt lið í byrjun 21. aldarinnar. Leikir liðanna hafa margoft ráðið miklu um hvar enski meistarabikarinn hefur hafnað hverju sinni.

Í myndskeiðinu er farið hratt yfir sögu undanfarinn aldarfjórðung og þar má sjá menn á borð við Cantona, Zola, Giggs, Eið Smára, Terry, Ferdinand, Lampard, Ronaldo, Drogba og Hazard leika listir sínar, sem og stjórana litríku Alex Ferguson og José Mourinho.

Leikur Chelsea og Manchester United fer fram á Stamford Bridge á sunnudaginn klukkan 16.30 og er hann að sjálfsögðu sýndur beint á Símanum Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert