Snorri Steinn: Við villtumst aðeins af leið

Snorri Steinn Guðjónsson.
Snorri Steinn Guðjónsson. AFP/Ina Fassbender

„Ég var búinn að setja upp ákveðið plan og svo reyna að selja liðinu mínu ákveðna leið sem snýr að því að berjast um verðlaun,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, í Fyrsta sætinu.

Snorri Steinn, sem er 42 ára gamall, stýrði íslenska liðinu í fyrsta sinn á stórmóti á Evrópumótinu í Þýskalandi sem lauk á dögunum en Ísland hafnaði í 10. sæti á mótinu. 

Mitt að finna leið

Íslenska liðið náði ekki markmiðum sínum á mótinu sem var að tryggja sér sæti í undankeppni Ólympíuleikanna sem fara fram í París næsta sumar.

„Það er alveg á hreinu að leiðin er lengri en planið var upphaflega,“ sagði Snorri Steinn.

„Við villtumst aðeins af leið og núna er það bara mitt að finna aðra leið því ég fann það snemma að ég hef ótrúlega mikla trú á þessu liði og þessum strákum,“ sagði Snorri Steinn meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert