„Þá verða ekki allir jafn reiðir á Twitter“

Snorri Steinn Guðjónsson fer yfir málin með leikmönnum íslenska liðsins …
Snorri Steinn Guðjónsson fer yfir málin með leikmönnum íslenska liðsins í Þýskalandi. AFP/Ina Fassbender

„Á margan hátt hef ég gaman af þessari sturlunaráráttu okkar Íslendinga,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, í Fyrsta sætinu.

Snorri Steinn, sem er 42 ára gamall, stýrði íslenska liðinu í fyrsta sinn á stórmóti á Evrópumótinu í Þýskalandi sem lauk á dögunum en Ísland hafnaði í 10. sæti á mótinu. 

Leiðinlegt ef væntingarnar væru engar

Íslenska liðið náði ekki markmiðum sínum á mótinu og voru fjölmiðlamenn og handboltasérfræðingar meðal annars gagnrýndir fyrir að skrúfa upp allar væntingar í kringum liðið fyrir mótið.

„Það væri mjög leiðinlegt ef það væri ekki gerðar neinar væntingar til liðsins en á sama tíma fór þessa slæma umræða framhjá mér,“ sagði Snorri Steinn.

„Ef við komum okkur á HM þá geri ég ráð fyrir því að væntingarnar verði þær sömu eins og alltaf. Vonandi verður riðillinn okkar í Kaupmannahöfn og fullt af Íslendingum á svæðinu.

Vonandi vinnum við bara eitthvað og þá verða ekki allir jafn reiðir á Twitter, það er besta leiðin til að svara fyrir þetta,“ sagði Snorri Steinn meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert