Evrópumeistari handtekinn fyrir tilraun til nauðgunar

Benoit Kounkoud í leik með Frakklandi á EM.
Benoit Kounkoud í leik með Frakklandi á EM. AFP/Odd Andersen

Benoit Kounkoud, leikmaður Evrópumeistara Frakklands í handknattleik, var í gærmorgun handtekinn, grunaður um tilraun til nauðgunar.

Franskir fjölmiðlar, þar á meðal Le Parisien og L’Équipe, greina frá því að 21 árs gömul kona saki Kounkoud um að hafa reynt að þvinga sig til samræðis á skemmtistað í París aðfaranótt þriðjudags.

Hann fagnaði Evrópumeistaratitli með Frökkum eftir sigur á Danmörku á EM 2024 í Köln í Þýskalandi síðastliðið sunnudagskvöld.

Kounkoud er 26 ára hægri hornamaður sem leikur með Kielce í Póllandi. Þar er hann liðsfélagi íslenska landsliðsmannsins Hauks Þrastarsonar.

Atvikið er sagt hafa átt sér stað á skemmtistaðnum, þar sem Kounkoud var haldið niðri af öryggisverði áður en lögregla kom á staðinn og handtók hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert