Held að honum svíði þessi niðurstaða alveg gríðarlega

„Hann gengur aldrei sáttur frá borði,“ sagði Sigurður Sveinsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta um Snorra Stein Guðjónsson, landsliðsþjálfara, í Dagmálum. 

Íslenska liði lauk keppni í 5. sæti milliriðils á Evrópumótinu í Þýskalandi og í 10. sæti mótsins í heild en þetta var fyrsta stórmót Snorra sem landsliðsþjálfari.

„Hann virðist samt, miðað við viðtöl við strákana, náð að hafa létt andrúmsloft og góðan móral. Eina sem ég get sett út á er kannski val á byrjunarliði í sumum leikjum og svo fannst mér hann stundum mega taka leikhlé fyrr,“ bætti Sigurður við.

„Hann er náttúrlega örugglega svekktastur sjálfur. Að sama skapi samt fékk hann mjög lítinn tíma til undirbúnings, hann breytir engu á þeim tíma. Ég get ekki setið hérna og verið að gagnrýna hann. Hefði hann náð þessu Ólympíusæti hefðu allir verið hæstánægðir.

Það hefði verið frábært fyrir Snorra og þennan hóp að fá sumarið til æfinga. Það breytir öllu að fá heilt sumar til undirbúnings. Ég held að honum svíði þessi niðurstaða alveg gríðarlega ásamt strákunum, það sást vel í viðtölum hversu mikið þá langaði að ná þessum settu markmiðum hjá sér,“ bætti Ingimundur Ingimundarson, fyrrverandi landsliðsmaður, við.

Umræðuna um Snorra Stein úr þættinum má sjá í heild sinni hér að ofan.

Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands.
Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands. AFP/Ina Fassbender
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert