Evrópumeistarinn valinn bestur

Nedim Remili með verðlaunin sem hann hlaut fyrir að vera …
Nedim Remili með verðlaunin sem hann hlaut fyrir að vera valinn besti leikmaður EM 2024. AFP/Kirill Kudryavtsev

Nedim Remili, leikmaður Evrópumeistara Frakklands, var í gær útnefndur besti leikmaður EM 2024 í handknattleik karla.

Frakkland tryggði sér sigur á mótinu í Köln í Þýskalandi með því að leggja Danmörku að velli, 33:31, eftir framlengingu.

Remili, sem leikur í stöðu leikstjórnanda og hægri skyttu, átti frábært mót enda skoraði hann 34 mörk í níu leikjum og gaf 53 stoðsendingar að auki.

Ekki í úrvalsliðinu

Þrátt fyrir að hafa verið útnefndur besti leikmaður mótsins er Remili ekki í úrvalsliði þess, sem var tilkynnt fyrir úrslitaleikinn í gær.

Það samanstendur af eftirfarandi leikmönnum:

Markvörður: Andreas Wolff, Þýskalandi.
Vinstra horn: Hampus Wanne, Svíþjóð.
Vinstri skytta: Martim Costa, Portúgal.
Leikstjórnandi: Juri Knorr, Þýskalandi.
Hægri skytta: Mathias Gidsel, Danmörku.
Hægra horn: Robert Weber, Austurríki.
Línumaður: Ludovic Fabregas, Frakklandi.
Varnarmaður: Magnus Saugstrup, Danmörku.

Costa og Gidsel markahæstir

Skytturnar Martim Costa hjá Portúgal og Mathias Gidsel hjá Danmörku voru markahæstir á Evrópumótinu með 54 mörk hvor.

Costa lék sjö leiki á mótinu og Gidsel níu leiki.

Markahæstur í liði Íslands var Viggó Kristjánsson með 34 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert