Snýr heim á Seltjarnarnesið

Pétur Theódór Árnason í leik með Gróttu gegn Breiðabliki.
Pétur Theódór Árnason í leik með Gróttu gegn Breiðabliki. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumaðurinn Pétur Theódór Árnason er genginn til liðs við Gróttu á nýjan leik.

Pétur, sem er uppalinn hjá Gróttu, hefur verið í röðum Breiðabliks í tvö ár en ákvað að rifta samningi sínum við félagið í mars. 

Var hann á láni hjá Gróttu á síðustu leiktíð og skoraði sex mörk í níu leikjum í 1. deild en hann hefur verið mestmegnis fjarverandi undanfarin tvö tímabil vegna krossbandsslita og náði aðeins að spila einn leik með Kópavogsfélaginu í efstu deild.

Pétur hefur skoraði 104 mörk í 197 leikjum á Íslandi en hann gerði garðinn frægan í 1. deildinni með Gróttu sumarið 2021. Þar skoraði hann 23 mörk í 21 leik fyrir Gróttu og var keyptur til Breiðabliks. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert