Vill breyta formannsembættinu

„Ég tel mig hafa reynsluna, þekkinguna og síðast en ekki síst ástríðuna til þess að takast á við embættið,“ sagði Vignir Már Þormóðsson, frambjóðandi til formanns Knattspyrnusambands Íslands, í Dagmálum.

Vignir Már, sem er 56 ára gamall, er einn þeirra þriggja sem gefur kost á sér í formannsembættið ásamt þeim Guðna Bergssyni og Þorvaldi Örlygssyni.

Klár í slaginn

Vignir hefur starfað innan knattspyrnuhreyfingarinnar undanfarin 24 ár, fyrst sem formaður knattspyrnudeildar KA, síðan sem stjórnarmaður hjá KSÍ og hann er starfandi eftirlitsmaður hjá UEFA í dag.

„Ég sat lengi í stjórninni, ég hef líka starfað í grasrótinni og verið sjálfboðaliði þannig að ég þekki það betur en margir aðrir,“ sagði Vignir.

„Ég hef rekstrarreynslu úr atvinnulífinu og vel tengdur þar sem hjálpar. Það hittir þannig á í lífinu að ég er ekki í fastri vinnu og hef ágætis tíma núna. Ég hef ákveðnar hugmyndir um embættið og hef áhuga á því að breyta því aðeins.

Þetta hafði blundað í mér í einhvern tíma og ég ákvað að elta hjartað og er klár í slaginn eftir að hafa ekki sinnt stjórnunarstörfum fyrir sambandið í fimm ár,“ sagði Vignir meðal annars.

Viðtalið við Vigni Má í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Vignir Már Þormóðsson.
Vignir Már Þormóðsson. Ljósmynd/Vingir Már
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert