Góð byrjun Stjörnunnar heldur áfram

Baldur Sigurðsson gerði eitt marka Stjörnunnar.
Baldur Sigurðsson gerði eitt marka Stjörnunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjörnumenn fara vel af stað í Lengjubikar karla í knattspyrnu en þeir hafa nú unnið báða leiki sína, síðast gegn Haukum í Kórnum í dag, 3:1.

Baldur Sigurðsson kom Stjörnunni í forystu áður en Haukur Ásberg Hilmarsson jafnaði metin um miðbik fyrri hálfleiks. Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnunni aftur yfir skömmu síðar áður en Sölvi Snær Fodilsson gerði endanlega út um leikinn eftir rúman klukkutíma.

Sölvi Snær, sem er 16 ára gamall, skoraði þarna sitt fyrsta mótsmark fyrir meistaraflokk Stjörnunnar - sjá Twitterfærslu hér fyrir neðan.

Stjarnan vann Keflavík í fyrstu umferðinni og situr nú á toppi 3. riðils A-deildarinnar. 1. deildar lið Hauka vann einnig í fyrstu umferðinni, 4:1-gegn Leikni R. en náði ekki að fylgja eftir þeirri ágætu byrjun gegn úrvalsdeildarliði Stjörnunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert