Hvaða rakakrem á ég að nota?

Nýjasta rakakrem Chanel nefnist Hydra Beauty Camellia Water Cream en …
Nýjasta rakakrem Chanel nefnist Hydra Beauty Camellia Water Cream en fyrirsætan Lily Stewart er nýtt andlit Hydra Beauty-línunnar.

Eilífðarleitin að hinu fullkomna rakakremi getur tekið á en húðin breytist með aldri, veðri og vindum. Undanfarið hafa nokkur mjög áhugaverð andlitskrem komið á markaðinn og fyrir suma veldur það enn meiri valkvíða en óttist ekki, hér eru rakakremin flokkuð eftir húðgerðum til að auðvelda valið. 

Rakakrem fyrir allar húðgerðir:

Chanel Hydra Beauty Camellia Water Cream

Nýjasta rakakremið frá Chanel er sérlega létt, veitir húðinni raka í allt að 24 klukkustundir og náttúrulegan ljóma. Formúlan byggir á kamilluvatni ásamt Camellia Alba PFA (PolyFractioned Active). Hýalúrónsýra viðheldur raka í húðinni og við bætist C- og E-vítamín sem hafa andoxunaráhrif og Blue Ginger PFA (PolyFractioned Active). 

Chanel Hydra Beauty Camellia Water Cream.
Chanel Hydra Beauty Camellia Water Cream.


   

Rakakrem fyrir þurra húð:

Sensai Cellular Performance Emulsion III (Super Moist)

Þetta klassíska rakakrem hefur lengi verið gífurlega vinsælt fyrir þurra húð. Formúlan sér til þess að rakinn viðhelst í húðinni, nærir hana og viðheldur náttúrulegu pH-gildi hennar. Auðkennandi innihaldsefni, Sensai hið japanska Koishimaru-silki, gerir húðina bókstaflega silkimjúka.

Sensai Cellular Performance Emulsion III (Super Moist).
Sensai Cellular Performance Emulsion III (Super Moist).

Rakakrem fyrir blandaða húð:

Lancôme Absolue Soft Cream

Lancôme hefur endurnýjað Absolue-línuna sína en vörurnar byggja á mætti rósarinnar. Absolue-vörurnar hafa endurnærandi áhrif á húðina og koma rakakremin nú í 60 ml krukkum sem hægt er að kaupa fyllingar í. Lancôme Absolue Soft Cream er léttari formúlan af þeim tveimur andlitskremum sem í boði eru og veitir húðinni góðan raka og næringu en þó létt í sér.

Lancôme Absolue Soft Cream.
Lancôme Absolue Soft Cream.

Rakakrem fyrir olíukennda húð:

My Clarins Re-Boost Matifying Hydrating Cream

Nýjasta línan frá Clarins nefnist My Clarins og er bæði vegan og cruelty-free. Vörurnar byggja á nærandi innihaldsefnum frekar en virkum og veitir þetta rakakrem matta ásýnd og dregur úr sýnileika svitahola. Blanda náttúrulegra extrakta hefur frískandi áhrif og rakagefandi.

My Clarins Re-Boost Matifying Hydrating Cream.
My Clarins Re-Boost Matifying Hydrating Cream.

Rakakrem fyrir viðkvæma húð:

Aveda Botanical Kinetics All-Sensitive Lotion

Milt og ilmefnalaust rakakrem sem er sérstaklega hannað fyrir viðkvæma húð. Inniheldur m.a. hafra og lífrænt aloe vera og þörunga ásamt B5-vítamíni og hýlúrónsýru sem hefur mjög rakagefandi áhrif.

Aveda Botanical Kinetics All-Sensitive Lotion.
Aveda Botanical Kinetics All-Sensitive Lotion.

Rakakrem fyrir húð með roða:

SkinCeuticals Redness Neutralizer

Andlitskrem sem er sérstaklega hannað fyrir þá sem eru með viðkvæma húð, rósroða eða húð sem fær roða. Formúlan inniheldur peptíð sem vinnan gegn áreitum úr umhverfinu sem kunna að stuðla að viðkvæmu ástandi húðarinnar. Þetta andlitskrem er án sílikona, ilmefna, litarefna og alkóhóls og fæst á Húðlæknastöðinni.

SkinCeuticals Redness Neutralizer.
SkinCeuticals Redness Neutralizer.

Rakakrem fyrir þroskaða húð:

Shiseido Benefiance Wrinkle Smoothing Cream

Nærandi andlitskrem sem hefur 24 stunda virkni og byggir á einkaleyfisvarinni tækni Shiseido sem nefnist ReNeura. Með þeirri tækni mætti segja að húðin kveiki aftur á sér og taki betur við virkum innihaldsefnum.

Shiseido Benefiance Wrinkle Smoothing Cream.
Shiseido Benefiance Wrinkle Smoothing Cream.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál