Prjónaði peysur á forsetahjónin

Ágústa Jónsdóttir er flink í höndunum.
Ágústa Jónsdóttir er flink í höndunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðni Th. Jóhannesson sést oftar en ekki í einstaklega fallegri lopapeysu. Guðni hefur meðal annars skartað peysunni á landsleikjum í knattspyrnu og í bíó en hann sendi einnig Finnum afmælisóskir á finnsku í peysunni. Það var kennarinn og prjónakonan Ágústa Jónsdóttir sem prjónaði peysuna hans Guðna.

Það var nafna Ágústu, Ágústa Þóra Jónsdóttir eigandi Gusta.is sem fékk Ágústu í verkefnið. Ágústa prjónar aðallega á vini og vandamenn en Gústa hafði heyrt af því að Ágústa væri flink prjónakona og bað hana um að prjóna peysur bæði fyrir Guðna og forsetafrúna, Elizu Reid.

„Þannig að ég prjónaði peysur á þau bæði, reyndar datt henni nú reyndar í hug að prjóna á börnin hans líka en þar sem Guðni á fimm börn þá var það svona heldur mikið,“ segir Ágústa og hlær.

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson í peysunni ásamt börnum sínum …
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson í peysunni ásamt börnum sínum í bíó um daginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ágústu finnst munstrið á peysunni sem nafna hennar hannaði mjög flott en uppskriftin heitir Lækur.  Peysan röndótt upp að öxlum og svo kemur munstur yfir axlirnar. Peysan er prjónuð með Mosa mjúkull sem er marglituð sem gerir það að verkum að það röndótta í peysunni er prjónað án mikillar fyrirhafnar. „Þetta virkar flóknara en það er þar sem þetta eru bara tveir litir sem maður notar. Þegar maður prjónar venjulegt lopapeysumunstur þá er maður kannski með þrjá, fjóra liti,“ segir Ágústa um peysuna. Á Elizu prjónaði hún þó allt öðruvísi peysu, einlita og opna sem heitir Sól. 

Blaðamaður er búinn að vera tæp þrjú ár að prjóna eina peysu og leikur því forvitni á að vita hvað það tók Ágústu langan tíma að prjóna peysuna hans Guðna. „Ég er svo svakalega lengi að prjóna, ég er örugglega mánuð að prjóna svona peysu,“ segir Ágústa hógvær og ber sig saman við konur sem prjóna kannski eina ullarpeysu á einni helgi.

Guðni sendi Finnum afmælisóskir í ullarpeysunni.
Guðni sendi Finnum afmælisóskir í ullarpeysunni. Skjáskot/Youtube

„Mér finnst langskemmtilegast að prjóna vettlinga og sokka, af því ég er svo lengi að prjóna. Þegar ég prjóna vettlinga og sokka þá sé ég fyrir endann á þessu,“ segir Ágústa sem prjónar mest fyrir framan sjónvarpið og þegar hún hlustar á útvarpið.

Móðir Ágústu prjónaði mikið og sjálf fór Ágústa að prjóna fyrir alvöru í menntaskóla. Hún mælir með því fyrir byrjendur að finna kennslumyndbönd á Youtube. Þar sé auðvelt að læra að prjóna. Tuskur og treflar eru síðan góð byrjunarstykki enda einföld og skiptir litlu máli þótt þau séu ekki fullkomin.

Forsetahjónin í peysum sem Ágústa prjónaði.
Forsetahjónin í peysum sem Ágústa prjónaði.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál