Fjölmargir skoðuðu eitt tonn af textíl

Fjölmargir heimsóttu sýninguna.
Fjölmargir heimsóttu sýninguna. Samsett mynd

Þekkir þú fjallið? var samsýning Fatasöfnunar Rauða krossins, Hringrásarklasans og námsbrautar í fatahönnun við Listaháskóla Íslands á nýliðnum HönnunarMars. Sýningin var haldin í fallegu gróðurhúsi í bakgarðinum hjá Exeter-hótelinu við Tryggvagötu. 

Hugmyndin var að varpa ljósi á ofgnótt textíls og mikilvægi þess að fólk og fyrirtæki vinni í sameiningu að því að draga úr sóun og skapa hringrás textíls, náttúrunni og framtíðarkynslóðum til heilla. 

Fatasöfnun Rauða krossins og námsbraut í fatahönnun við Listaháskóla Íslands hafa síðasta áratuginn staðið að verkefninu Misbrigði. Nemendur á öðru ári hanna þrjá alklæðnaði úr notuðum, ósöluhæfum fatnaði og textíl.

Fjölmargir kíktu á sýninguna

Ungir sem aldnir lögðu leið sína á sýninguna en þar mátti sjá textílfjall eða eitt tonn af textíl sem komið hafði verið fyrir í gróðurhúsinu ásamt ljósmyndum af verkefnum nemenda í Misbrigði IX.

Með verkefninu fá nemendur tækifæri til að vinna með textíl sem til fellur, með tilheyrandi áhrifum á hönnunarferlið og fá um leið innsýn og skilning á þeim áhrifum sem fataiðnaðurinn hefur á samfélög og umhverfi. 

Guðbjörg Rut Pálmadóttir teymisstjóri Fatasöfnunar Rauða krossins sagði frá því …
Guðbjörg Rut Pálmadóttir teymisstjóri Fatasöfnunar Rauða krossins sagði frá því hvernig hugmyndin að verkefninu Misbrigði kviknaði fyrir 10 árum síðan og hvernig verkefnið hefur vaxið og dafnað í gegnum árin. Ljósmynd/Eygló Gísla
Mikil stemning var á svæðinu.
Mikil stemning var á svæðinu. Ljósmynd/Eygló Gísla
Ragna Sigríður Bjarnadóttir fagstjóri í fatahönnun við Listaháskóla Íslands flutti …
Ragna Sigríður Bjarnadóttir fagstjóri í fatahönnun við Listaháskóla Íslands flutti pistil sem hún skrifaði fyrir Rúv um vorið, peysuveður og hringrásina. Ljósmynd/Eygló Gísla
Gestir ræddu saman.
Gestir ræddu saman. Ljósmynd/Eygló Gísla
Þorbjörg Sandra Bakke teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun fram fyrir hönd Hringrásarklasans …
Þorbjörg Sandra Bakke teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun fram fyrir hönd Hringrásarklasans og sagði frá hlutverki klasans í að flýta fyrir innleiðingu hringrásarhagkerfis hér á landi með því að ryðja úr vegi þeim hindrunum sem kunna að vera til staðar og lyfta því upp sem vel er gert. Ljósmynd/Eygló Gísla
Sýningin vakti mikla athygli.
Sýningin vakti mikla athygli. Ljósmynd/Eygló Gísla
Ljósmyndir af verkefnum nemenda héngu víðsvegar um gróðurhúsið.
Ljósmyndir af verkefnum nemenda héngu víðsvegar um gróðurhúsið. Ljósmynd/Eygló Gísla
Eitt tonn af textíl.
Eitt tonn af textíl. Ljósmynd/Eygló Gísla
Fólk var mjög áhugasamt um verkefnið.
Fólk var mjög áhugasamt um verkefnið. Ljósmynd/Eygló Gísla
Þessi unga dama kynnti sér sýninguna.
Þessi unga dama kynnti sér sýninguna. Ljósmynd/Eygló Gísla
Það er ótrúlegt að sjá svona mikið magn af textíl.
Það er ótrúlegt að sjá svona mikið magn af textíl. Ljósmynd/Eygló Gísla
Gestum var boðið upp á Egils Kristal.
Gestum var boðið upp á Egils Kristal. Ljósmynd/Eygló Gísla
Þarna má sjá glitta í ljósmyndum af verkefnum nemenda.
Þarna má sjá glitta í ljósmyndum af verkefnum nemenda. Ljósmynd/Eygló Gísla
Það ríkti góð stemning.
Það ríkti góð stemning. Ljósmynd/Eygló Gísla
Sýningargestur.
Sýningargestur. Ljósmynd/Eygló Gísla
Sýningargestir nutu veðurblíðunnar.
Sýningargestir nutu veðurblíðunnar. Ljósmynd/Eygló Gísla
Þorbjörg Sandra Bakke teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun ræddi við gesti.
Þorbjörg Sandra Bakke teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun ræddi við gesti. Ljósmynd/Eygló Gísla
Fjölmennt var á viðburðum HönnunarMars.
Fjölmennt var á viðburðum HönnunarMars. Ljósmynd/Eygló Gísla
Þessum var annt um málefnið.
Þessum var annt um málefnið. Ljósmynd/Eygló Gísla
Sýningin vakti upp ýmsar pælingar.
Sýningin vakti upp ýmsar pælingar. Ljósmynd/Eygló Gísla
Ljósmynd/Eygló Gísla
Verkefnið vakti ómælda athygli.
Verkefnið vakti ómælda athygli. Ljósmynd/Eygló Gísla
Þekkir þú fjallið?
Þekkir þú fjallið? Ljósmynd/Eygló Gísla
Verkefni nemenda voru af ýmsum toga.
Verkefni nemenda voru af ýmsum toga. Ljósmynd/Eygló Gísla
Guðbjörg Rut Pálmadóttir teymisstjóri Fatasöfnunar Rauða krossins ásamt sýningargesti.
Guðbjörg Rut Pálmadóttir teymisstjóri Fatasöfnunar Rauða krossins ásamt sýningargesti. Ljósmynd/Eygló Gísla
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál