Bryndís ráðin til Storytel

Bryndís Sigurðardóttir er nýr markaðsstjóri Storytel.
Bryndís Sigurðardóttir er nýr markaðsstjóri Storytel.

Bryndís Sigurðardóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Storytel á Íslandi. Hún hefur áralanga reynslu af markaðsmálum fyrir afþreyingu og fjarskipti en hún kemur til Storytel frá Símanum þar sem hún stýrði markaðs- og kynningarmálum fyrir Sjónvarp Símans. Áður var hún vörustjóri Ljósleiðarans hjá Gagnaveitu Reykjavíkur. Bryndís er með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Storytel er ein stærsta streymisveita hljóð- og rafbóka í heiminum og starfar á 25 mörkuðum víðs vegar um heim. Heildarfjöldi starfsmanna á heimsvísu er um 600 en Storytel hefur yfir tvær milljónir áskrifenda um allan heim og yfir milljón titla í bókasafni sínu. 

„Við erum mikil bókaþjóð og hljóðbækur eru orðnar ómissandi þáttur í daglegu lífi fjölmargra Íslendinga. Storytel gegnir þar stóru hlutverki og ég hlakka til að taka þátt í því spennandi og öfluga starfi sem þar fer fram,“ segir Bryndís.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál