Aron Mola segir að Ayahuasca hafi breytt lífi sínu

Aron Már Ólafsson.
Aron Már Ólafsson. mbl.is/Árni Sæberg

Aron Már Ólafsson er einn efnilegasti leikari þjóðarinnar og hefur um langt skeið verið ein vinsælasta samfélagsmiðlastjarna Íslands. Í viðtali við Sölva Tryggvason í nýju hlaðvarpi Sölva talar Aron um áföllin sem hann lenti í sem unglingur og ungur maður og hvernig hann vann sig út úr þeim. Hann gekk í talsverðan tíma til sálfræðings, og hreinsaði til á mörgum sviðum í lífi sínu, þegar hann fann að hann var að verða síður virkur vegna reiði og kvíða. Í viðtalinu við Sölva opnar Aron sig jafnframt um ferð sína til Suður-Ameríku, þar sem hann fór í meðferð hjá miðaldra manni, þar sem hann tók inn náttúruseyðið ayahuasca ásamt félaga sínum, eftir að hafa kynnt sér það út og inn árin þar á undan.

Sölvi Tryggvason er byrjaður með hlaðvarp, Podkast með Sölva Tryggva.
Sölvi Tryggvason er byrjaður með hlaðvarp, Podkast með Sölva Tryggva.

„Það var í raun miðaldra kall í Perú sem breytti öllu lífi mínu, þegar ég tók ayahuasca í Amazon-frumskóginum […] Þetta var einn af fáum einstaklingum sem ég fann að gat bara horft í gegnum mig,” segir Aron meðal annars um ferðina. 

Aron tekur það skýrt fram að þetta sé ekki lausn sem virki fyrir alla og það sé mjög mikilvægt að fólk sé búið að hreinsa vel til hjá sér bæði líkamlega og andlega áður en það fer í ferðalag af þessu tagi. Hjá náttúrlækninum í Perú var Aron líka látinn drekka tóbak og fasta ásamt ýmsu fleiru og hann segir að líf sitt hafi tekið algjörum stakkaskiptum eftir þessa reynslu. Dagarnir í frumskóginum hafi verið verulega krefjandi, en skilið eftir sig varanlega bætingu í lífsgæðum. Hann hafi ekki fundið löngun til að gera þetta aftur, en hafi náð að tengjast sjálfum sér upp á nýtt og verða betri einstaklingur að öllu leyti. 

Aron, sem sló meðal annars í gegn í þáttaseríunni Ófærð, segist elska leiklistina og hann sé í raun að upplifa draum sinn í þeim verkefnum sem hann hefur fengið að taka þátt í á undanförnum árum.

Aron hefur þurft að gera ýmislegt til að vinna sig úr þessu áfalli og fleiri hlutum sem hann gekk í gegnum sem ungur maður. Hann gekk reglulega til sálfræðings, þurfti að endurskoða notkun sína á klámi og fór til Suður-Ameríku til að taka ayahuasca.

Aron, sem sló meðal annars í gegn í þáttaseríunni Ófærð, segist elska leiklistina og að hann sé í raun að upplifa draum sinn í þeim verkefnum sem hann hefur fengið að taka þátt í á undanförnum árum.

Í viðtalinu ræða Sölvi og Aron um systurmissi Arons, samfélagsmiðlana, leiklistina, upplifanir Arons í Suður-Ameríku og margt margt fleira.

Hér er hægt að hlusta á viðtalið á Spotify: 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál