3 leiðir til að láta samband bólfélaga ganga upp

Unsplash/Womanizer Toys

Í síbreytilegum heimi nútímasamskipta er hugtakið bólfélagi ekki talið vera eins óviðunandi og það var áður fyrr. Hægt er að líta á það sem svo að slíkt samband innihaldi í raun það besta úr báðum heimum, tækifæri til að kanna kynferðislegar langanir þínar með einhverjum sem þú þekkir á sama tíma og þú forðast ábyrgð og fylgikvilla langtímaskuldbindingar.

Fyrirkomulagið sem fylgir bólfélögum getur ýtt undir tilfinningu um frelsi og líkamlega ánægju. Í sumum tilfellum gæti það jafnvel virkað betur en hefðbundið samband. Hins vegar getur slíkt fyrirkomulag auðveldlega farið úr böndunum, sem leiðir til ófyrirsjáanlegra áskorana sem eiga rætur að rekja til slæmra samskipta og fyrir fram mótaðra hugmynda.

Til að viðhalda góðu bólfélagasambandi þarf að gæta varúðar. Hér eru nokkur ráð þegar kemur að því að viðhalda vinskap af kynferðislegum toga.

Setjið ykkur skýr mörk

Skýr og opin samskipti eru grunnstoðir allra heilbrigðra sambanda en geta haft enn meiri vægi fyrir samband á milli bólfélaga. Mikilvægt er að setjast niður og ræða mörk, væntingar og fyrirætlanir strax í upphafi. Með því að taka þátt í opnu samtali um tilfinningalegt aðgengi og hugsanlegar afleiðingar sambandsins er hægt að draga úr misskilningi og hættu á tilfinningalegu uppnámi.

Íhugaðu að velta upp eftirfarandi spurningum varðandi væntingar til sambandsins.

  • Megum við hitta annað fólk?
  • Þurfum við að upplýsa hvort annað ef við eigum í nánu sambandi við einhvern annan?
  • Hversu oft ættum við að eiga í samskiptum?
  • Eigum við að upplýsa vini okkar um samband okkar?

Með því að hafa þetta á hreinu alveg frá upphafi er hægt að draga úr ruglingi og hugsanlegum átökum. Ef þér finnst óþægilegt að tjá hugsanir þínar og tilfinningar opinskátt við bólfélaga þinn gæti verið þess virði að endurskoða fyrirkomulagið.

Setjið skýrar reglur

Sambönd á milli bólfélaga eru mismunandi, allt frá hreinum líkamlegum tengslum til tilfinningalegra samskipta. Það er því mikilvægt að setja ákveðnar viðmiðunarreglur og eiga opinská og stöðug samskipti. Sérstaklega ef tilfinningar byrja að þróast eða breytast. Enn betra er að ræða og ákvarða undir hvaða kringumstæðum samband á milli bólfélaga gæti endað, jafnvel áður en sambandið hefst. Þetta mun hjálpa til við að tryggja að báðir aðilar séu á sömu blaðsíðu þegar kemur að því að fara hvort í sína áttina.

Gott er að hafa eftirfarandi atriði í huga og setja ákveðnar grunnreglur.

  • Íhugaðu það vandlega áður en þú hoppar út í slíkar aðstæður. Hugleiddu hvort þú sjáir fram á að geta slitið sambandinu ef þörf er á.
  • Gerðu þér grein fyrir tilfinningum þínum varðandi slíkt samband og hvatanum til að koma á slíku sambandi. Gakktu úr skugga um að þú takir aðeins þátt í slíku fyrirkomulagi vegna þess að það samræmist persónulegum gildum þínum og löngunum.
  • Íhugaðu að binda enda á sambandið ef þú sérð að það þjónar ekki lengur tilgangi sínum og þarfir þínar eru ekki uppfylltar.

Skoðið sambandið reglulega og endurmetið það

Eins og með öll sambönd er nauðsynlegt að hugsa um tilfinningar sínar og tilfinningalegt ástand reglulega. Spyrðu sjálfan þig hvort fyrirkomulagið sé enn í takt við langtímamarkmið þín. Vertu sveigjanlegur og tilbúinn að gera breytingar ef þörf krefur.

Ef þú kemst að því að fyrirkomulagið er ekki lengur gagnlegt eða að það hindrar persónulegan vöxt þinn, gæti verið kominn tími til að endurmeta það. Ræddu áhyggjur þínar og tilfinningar við bólfélaga þinn og íhugaðu möguleikann á að breyta skilmálunum eða binda enda á sambandið ef það þjónar ekki lengur velferð annars hvors aðilans.

Psychology Today

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál