Limstærðin ekki vandamál

Það er óþarfi að hafa áhyggjur af stærðinni.
Það er óþarfi að hafa áhyggjur af stærðinni. mbl.is/Thinkstockphotos

Kona leitaði til Deidre ráðgjafa The Sun vegna áhyggjufulls kærasta. 

Kæra Deidre, ég dýrka maka minn en hann er óöruggur með stærðina á typpinu sínu og við erum varla byrjuð að stunda kynlíf. Við höfum verið saman í tíu mánuði. 

Hann er 37 ára og ég er 35 ára. Hann vildi ekki flýta sér að byrja stunda kynlíf og ég var ánægð með að hafa fundið hann sem var allt það sem ég hafði óskað mér. Að lokum játaði hann fyrir mér að hann hafði áhyggjur af því hversu lítið typpi hann væri með og konur höfðu hætt með honum vegna þess. 

Það kom ekki upp neitt vandamál þegar við loksins stunduðum kynlíf. Ég var meira en vel fullnægð. Hann trúir mér ekki og það er að gera hann þunglyndan. Mér líður illa af því að hann lokar á mig. 

Deidre hvetur konuna til þess að halda áfram að fullvissa manninn um að kynlífið veiti henni góða fullnægingu og segja honum að hann sé allt sem hún óskaði sér, líka í rúminu. 

Að vera ástríkur og hugulsamur er mun mikilvægara en typpastærðin, sem er enginn leiðarvísir að því hversu góður elskhuginn er. 

Konan er mera en ángæð með kynlífið.
Konan er mera en ángæð með kynlífið. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál