Víkingur Heiðar opnar nýjan skemmtistað

Plötusnúðurinn Víkingur Heiðar Arnórsson
Plötusnúðurinn Víkingur Heiðar Arnórsson Skjáskot/Facebook

Athafnamaðurinn Víkingur Heiðar Arnórsson opnar nýjan skemmtistað í Austurstræti í kvöld, föstudag. Staðurinn er í sama húsnæði og skemmtistaðurinn Austur var til húsa á sínum tíma og hefur fengið nafnið LÚX.

Víkingur er vel kunnugur skemmtanalífinu. Hann rak áður skemmtistaðinn Austur og hefur verið plötusnúður til fjölda ára. Aðspurður um nafngift skemmtistaðarins segir Víkingur í samtali við Smartland að það hafi komið til vegna sjónvarpsþáttanna Lúsífer, sem eru úr smiðju Netflix-streymisveitunnar.

„Aðalpersónan í þáttunum á skemmtistað með sama nafni,“ segir Víkingur sem er að vonum spenntur fyrir langþráðri opnun LÚX.

„Okkar markmið er að taka skemmtanalífið á Íslandi upp á nýjar hæðir. Við erum með háklassa ljósakerfi með tilheyrandi ljósasýningum en annað eins hefur ekki sést áður á íslenskum dansgólfum,“ segir Víkingur Heiðar. Hann stendur þó ekki einn að stofnun þessa nýja skemmtistaðar og opnar hann ásamt Kristni Ara Hinrikssyni og Birgi Rúnari Halldórssyni, sem oft hefur verið kenndur við vinsæla skemmtistaðinn B5 sem lagði upp laupana í kjölfar þungra rekstrarskilyrða í miðjum heimsfaraldri.

Staðurinn opnar dyr sínar fyrir skemmtanaþyrstum viðskiptavinum í kvöld og spennan leynir sér ekki hjá strákunum, enda hefur undirbúningurinn heltekið líf þeirra síðustu misseri.

„Það sem hefur helst fangað huga minn við skemmtanir og tónlistarviðburði er að fólk geislar af svo mikilli hamingju á þeim stöðum þar sem tónlist getur frelsað hugann og smitað út frá sér í tilfinningarússíbana,“ segir Víkingur á sama tíma og hann býður alla velkomna á LÚX í Austurstræti.

Skjáskot/Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál