Pistlar:

2. maí 2024 kl. 20:39

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Gist og snætt í Porto

Undanfarin ár hefur Porto verið vinsæll áfangastaður Íslendinga en þangað er um fjögurra tíma flug og borgin falleg og áhugaverð. Ekki of stór sem sumum kann að þykja þægilegt en íbúafjöldi Porto er um 250 þúsund manns en Stór-Porto svæðið telur vera um eina milljón. Rétt eins og á við um höfuðborgarsvæðið hér á Íslandi þá verða mörk millii sveitarfélaga óljós og fyrir aðkomumenn þá rennur þetta allt saman í eina stóra borg. Helgina fyrir 1. maí voru tvö leiguflug til Porto auk áætlunarferðar hjá Play. Það mátti því alveg heyra íslensku á götum borgarinnar síðustu daga.porto

Þegar við vorum á ferðinni í Porto síðastliðið sumar var okkur tjáð að veðrið væri best í mars, apríl og maí og því tilvalið að láta reyna á það. Porto er ekki með dæmigert veðurfar Íberíu-skagans enda er þar úrkomusamara og svalara vegna nálægðarinnar við Atlantshafið. Það má þó hafa væntingar um 20 stiga hita þegar komið er fram í apríl þó það sé ekki öruggt. Skúrir gera vart við sig en standa ekki lengi.

Við ferðuðumst með Úrval Útsýn að þessu sinni og ákváðum að taka þátt í Borgarlottói sem ég hef verið heldur skeptískur á til þessa. Það reyndist ekki koma að sök, fengum ágæta gistingu á Tryp Porto Centro sem er miðlungsstórt þriggja stjörnu hótel, staðsett við Rua da Alegria. Það reyndist snyrtilegt og bjóða upp á góða þjónustu og ágætan morgunverð. Það var í 10 mínútna göngufjarlægð frá efsta hluta Rua de Santa Catarina, helstu göngu- og verslanagötu Porto. Við gistum þarna ekki langt frá í síðustu Porto-ferð og teljum okkur þekkja umhverfið þokkalega vel.

Breyttur borgarbragur

Það er reyndar svo að þegar komið er út fyrir miðbæjarhverfi borga eins og Porto er eins og borgarbragurinn breytist. Eitt af því sem er áhugavert við það er að reyna matsölustaði í nágrenninu og gerðum við það svikalaust. Komum vanalega inn á hótelið um kvöldmatarleytið eftir skoðunarferðir dagsins og eftir stutta hvíld þá létum við reyna á veitingastaðina í nágrenninu.

Það hefur marga kosti að borða á stöðunum sem heimamenn sækja. Í fyrsta lagi er verðlag allt annað en í miðborginni, góð máltíð fyrir tvo með ágætu Duero-víni fæst á innan við 50 evrur eða 7.500 krónur. Þjónustan og maturinn eru mjög ásættanleg þó að hægt sé að vera misheppnin með réttina. Það getur verið gott að dreifa áhættunni og panta rétti til að deila. Við upplifðum undantekningalaust góða þjónustu og það er gaman að sitja innan um heimamenn og finna aðra stemmningu en miðbærinn býður upp á, eins ágætur og hann er.solar

Fyrsta kvöldið fórum við ekki langt. Í 50 metra fjarlægð frá hótelinu var Solar da Alegria veitingastaðurinn við Rua da Alegria. Praktískur og snyrtilegur staður og eigandinn stjanaði við okkur, ég fékk mér saltfisk í lauksósu á 15 evrur sem bragðaðist mjög vel. Þegar ég spurði vertinn hvort saltfiskurinn væri frá Íslandi sagði hann „auðvitað“, en reynslan er að veitingamenn þarna gera ekki mikinn mun á íslenskum eða norskum saltfiski.

Annað kvöldið snæddum við á Estrela do Lima, einnig við Rua da Alegria. Það er dýrari staður en kvöldið á undan og var fullsetin þegar við komum en salur í kjallaranum til að taka við yfirflæðinu. Okkur var sagt á hótelinu að við þyrftum ekki að panta fyrirfram á þessum stöðum en þá getur maður þurft að sætta sig við að bíða eða setjast niðri eins og við gerðum í þetta sinn. Við fengum okkur önd sem er reyndar hinn þekkti réttur Arroz de Pato (hrísgrjónaönd) sem rekur sig 500 ár aftur í tímann til þess þegar Portúgal var undir íslömskum yfirráðum (til 1249) en þá varð til matarmenning hrísgrjónaræktunar í landinu. Fyrir utan öndina og hrísgrjónin, sem mynda grunninn í þessari matarmiklu máltíð, telst rétturinn ekki fullkominn án áleggs af chorizo-osti. Rétturinn var eiginlega meiri sagnfræði en matarupplifun en gaman að prófa hann.nando

Þriðja kvöldið snæddum við á veitingastaðnum Casa Nanda eða húsi Nanda! Hann var við Rua da Alegria eins og hinir staðirnir og þangað var innan við 10 mínútna ganga frá hótelinu. Það var mikið að gera enda portúgölsk stórfjölskylda mætt til að borða. Þar var reyndar bara einn karlmaður með stúlkum og konum. Hann sat vitaskuld fyrir enda langborðsins! Okkur bauðst borð nálægt dyrunum. Það kom sér vel því fljótt varð heitt inni. Við fengum okkur steikur og þarna varð reikningurinn hærri enda pöntuðum við Bons Ares 2017 Duero-rauðvín á 27 evrur!Cidtadeporto

Grill og fótbolti

Síðasta kvöldið borðuðum við á Churrasqueira Cidade við Rua de Costa Cabral eða í um 15 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu. Um er að ræða grillstað sem býður einnig upp á heimsendingu en þegar inn er komið blasir við stórt grill og fólk á þönum. Setið er á tveimur hæðum og við settumst inn niðri þar sem sumir heimamenn voru búnir að koma sér vel fyrir og horfðu á heimaliðið spila á meðan þeir snæddu. Við létum það ekki trufla okkur og pöntuðum steik fyrir tvo sem vel hefði dugað fyrir fjóra. Skemmst er frá því að segja að hún bragðaðist afskaplega vel í hvítlaukslegi með kartöflum. Gott Duero vín frá Papa Figos fyrir 14 evrur spillti ekki fyrir og reikningurinn í heildina 45 evrur. Þarna sem fyrr var þjónustan afbragðsgóð.

Hádegisstaðir

Eins og gengur settumst við stundum niður um miðjan daginn og þá gat verið erfiðara að finna stað, ekki of dýran en þó með einhver sérkenni. Það er reyndar ágæt regla að fá sér sardínurétti í Portúgal, þeir veiða mikið af henni og þeir leggja metnað sinn í þá. Þegar sólin skín vilja margir fara niður í Ribeira-hverfið enda er þar iðandi mannlíf báðum megin við brúna yfir Duero-ána. Sem gefur að skilja er verðlag þarna hærra enda allir að borga fyrir staðsetninguna. Við fengum okkur kaffi á Cafe do Cais við árbakkann (8 evrur) en hann bauð upp á fínan hádegisverðarseðil.

Mér finnst ástæða til að benda á staðinn Esquires Coffee við R. de 31 de Janeiro, sem er hliðargata útfrá Rua de Santa Catarina. Þar er yfirleitt fullt í hádeginu en við komum aðeins seinna og fengum góðan hádegismat fyrir tvo á 20 evrur. Þetta eru léttir réttir, góðir og saðsamir.majestic

Við stoppuðum síðast í kaffi á Majestic Cafe á Rua de Santa Catarina en það er án efa glæsilegasta kaffihús Porto. Prúðbúinn dyravörður vísar fólki til sætis og þjónar eru stimamjúkir og einkennisklæddir. Þar eru oftast biðraðir og þar sem við höfðum farið áður létum við þar við sitja. Pestana a Brasileira er flottur kaffistaður við R. de Sá da Bandeira þó hann jafnist ekki á við Majestic Cafe.

Á öllum stöðum er boðið upp á frítt Wi-Fi. Þjórfé er ekki nauðsynlegt en auðvitað vel þegið. Á einum stað var þjónustugjald á reikningnum en boðið að taka það út.

mynd
30. apríl 2024

Kosturinn við Kína er fjarlægðin

Það að formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins lofi og prísi kínverskt stjórnarfar ætti að vera nokkur viðvörun í báðum löndum en í Morgunblaðinu í síðustu viku mátti lesa frásögn af miklum áhuga kínverskra yfirvalda á að efla tengsl við Ísland. Þá rifjast upp, að fyrir okkur Íslendingar er fjarlægðin líklega helsti kosturinn við Kína og má hafa í huga kínverska málsháttinn meira
mynd
22. apríl 2024

Fólksfækkun, flokksræði og velferðakerfi Kína

Fólki fækkaði í Kína annað árið í röð í fyrra og um leið dróst landsframleiðsla saman. Kínversk stjórnvöld horfa nú fram á verulegar áskoranir í viðleitni sinni til að stýra nánast öllum breytingum í þessu fyrrum fjölmennasta ríki heims. Talið er að milli 1,5 til 2 milljónir manna hafi látist af áhrifum kóvid-faraldursins í landinu en það eru smámunir einir miðað þær miklu breytingar sem hafa meira
mynd
20. apríl 2024

Lamaðir innviðir vegna flóttamanna

Í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í vikunni kom fram að rúmur fjórðungur leik- og grunnskólakennara sér ekki fyrir sér að vera í sama starfi eftir fimm ár, samkvæmt niðurstöðum viðhorfskönnunar Kennarasambands Íslands. Ástæðan er meðal annars rakin til flókinna nemendahópa og að börn sem ekki hafa íslensku að móðurmáli auki álagið á kennara. Nefnt var sem dæmi að þess fyndust dæmi að 90% nemenda í meira
mynd
19. apríl 2024

Grettistak í menntun lækna

Það verður að telja augljóst að Íslendingar ættu að drífa sig í því að heiðra sérstaklega Runólf Oddsson, ræðismann Slóvakíu á Íslandi. Segja má að Runólfur hafi lyft grettistaki við að mennta íslenska heilbrigðisstarfsmenn undanfarinn áratug og þannig bjargað íslenska heilbrigðiskerfinu frá miklum hörmungum. Augljóslega stefndi í óefni með menntun lækna hér á landi áður en námsmenn fóru að leita meira
mynd
16. apríl 2024

Haglýsing á tímum stöðugleikastjórnar

Ný ríkisstjórn er mynduð um þá viðleitni að varðveita stöðugleika í landi sem er eins og önnur lítil hagkerfi ekki þekkt fyrir mikið efnahagslegt jafnvægi. Því gat það verið skynsamlegt að tryggja í það minnsta pólitískan stöðugleika þó því geti stundum fylgt stöðnun á öðrum sviðum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur fékk í heimamund árið 2017 góða stöðu ríkissjóðs og munaði þar mestu um einstakan meira
mynd
15. apríl 2024

Trúarleg skautun Miðausturlanda

Um öll Miðausturlönd má sjá hlutfall kristinna manna meðal íbúa fara lækkandi sem er skýrt merki um að hin trúarlega skautun í þessum heimshluta sé að aukast verulega. Tölurnar vekja undrun. Það má fyrst nefna að kristnum mönnum hefur fækkað jafnt og þétt í Tyrklandi síðan seint á 19. öld þegar þeir voru á milli 20% og 25% íbúanna. Í þá daga var þetta svæði hluti af Ottómanveldinu sem stundum var meira
mynd
13. apríl 2024

Óhreinu börn velferðakerfisins

Ef fjölskylda fíknisjúklings fær upphringingu frá lögreglunni eða heilbrigðisþjónustunni um að sjúklingurinn sé í höndum þeirra er fjölskyldan undantekningalaust beðin um að taka við viðkomandi. Skiptir litlu í hvaða ástandi hann er. Þegar svo er komið, treysta fæstir í fjölskyldunni sér til þess enda er að baki áralöng saga sem hefur yfirtekið líf viðkomandi fjölskyldu. Stundum getur fólk ekki meira
mynd
11. apríl 2024

Evrópska flóttamannavirkið

Á nánast hverjum einasta degi ársins koma bátar hlaðnir flóttamönnum upp að ströndum Evrópu. Upp úr bátunum stekkur fólk, stundum innan um sólbaðsdýrkendur og reynir að hlaupa í felur. Sumum tekst það, öðrum ekki. Ekki komast allir bátarnir að strönd og Atlantshafið og sérstaklega Miðjarðarhafið verða vot gröf margra flóttamanna sem flestir koma frá Afríku. Þetta er fátækt fólk sem hefur lagt í meira
mynd
9. apríl 2024

Glæpir gegn mannkyninu

Í bók sinni um Miðausturlönd áætlar Magnús Þorkell Bernharðsson prófessor að um tvær og hálf milljón manna hafi látist í stríðum Miðausturlanda síðustu 50 ára eða svo. Því til viðbótar hafi um 8 milljónir manna lagt á flótta. Bók Magnúsar kom út 2018 og síðan hefur fólk haldið áfram að deyja á þessu svæði, nú síðast ríflega 30 þúsund manns á Gaza. Á sama tíma hefur fjöldi fólks dáið í Sýrlandi og meira
mynd
6. apríl 2024

Latir Íslendingar

Stundum geta stuttar fréttir sagt mikla sögu, jafnvel um breytingar á samfélaginu sem ekki blasa við og þarf þá ekki endilega að byggja á einhverskonar vísindalegri aðferðafræði. Í Morgunblaðinu í gær mátti lesa frétt um að Íslendingar séu hættir að nenna að vinna erfiða líkamlega vinnu. Þetta er haft eftir fulltrúa dekkjaverkstæðis og ályktun sína byggir hann á því að fyrir skömmu hafi fyrirtækið meira
mynd
4. apríl 2024

Bókadómur: Seðlabankinn gegn Samherja - Eftirlit eða eftirför?

Í hlaðvarpinu Þjóðmálum var Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, spurður af hverju hann hefði tekið slaginn við Seðlabankann út af því máli sem bókin Seðlabankinn gegn Samherja – Eftirlit eða eftirför?, fjallar um. Þorsteinn Már svaraði því til að það hefði skipt miklu að hann gat það. Að fyrirtæki hans væri það stórt og stöndugt og að hann hefði getað barist við það sem fyrir meira
mynd
2. apríl 2024

Óþekka stúlkan Giorgia Meloni

Allajafnan hefði ég eytt dymbilvikunni á Ítalíu í lífslangri tilraun til að meðtaka anda þessa fagra lands og grípa hluta af menningunni sem er svo yfirþyrmandi að það verður ekki gert almennilega nema með rauðvíni og pasta. En það varð ekki að þessu sinni. Það breytir því ekki að Ítalía er alltaf í huga þeirra sem þangað hafa komið og nú eru ferðirnar komnar á vel á annan tug og sumum hefur verið meira
mynd
1. apríl 2024

Vaxandi ofsóknir gegn kristnum mönnum

Á páskunum minnast kristnir menn dauða og pínu Krists en fylgjendur hans mynda stærsta söfnuð heims. Páskarnir eru reyndar gömul hátíð gyðinga en kristnir menn hafa að hluta til slegið eign sinni á þá. Það er hins vegar ekki öllum ljóst að nú er talið að kristnir menn séu opinberlega ofsóttir í hvorki fleiri né færri en 139 löndum. Þúsundir kristinna manna falla í ofsóknum á hverju ári um víða meira
mynd
29. mars 2024

Hælisleitendur úr fjarlægu sólkerfi

Undanfarið hefur þáttaröðin Vandkvæði himintunglanna (sem er dálítið frjálsleg þýðing á ensku samsetningunni The Three-Body Problem) verið til sýnis á Netflix streymisveitunni og hefur notið mikilla vinsælda. Þættirnir byggja á sögu eftir kínverska verkfræðinginn og vísindaskáldsagnahöfundinn Liu Cixin og er fyrsta sagan í Remembrance of Earth's Past þríleiknum. Þættirnir lýsa atburðarás þar sem meira
mynd
26. mars 2024

Frakkar yfirgefa Afríku

Eftir margra alda viðveru í Afríku eru Frakkar að yfirgefa álfuna og þar með má hugsanlega setja punktinn aftan við nýlendustefnu þeirra í álfunni. Sú saga er ekki alltaf falleg en brottförin núna er að sumu leyti við válegar aðstæður þar sem ófriðlegt er nú í mörgum þeim löndum sem Frakkar tengjast. Hér hefur áður verið fjallað um ástandið á Sahel-svæðinu, sunnan Sahara-eyðimerkurinnar meira
mynd
23. mars 2024

Mannfækkun af manna völdum

Þegar við skoðum sögu Íslands er okkur tamt að horfa til þess hve margir bjuggu í landinu frá einum tíma til annars og metum gjarnan landshagi út frá því hvernig mannfjöldaþróuninni reiddi af. Samfélagið var lengst af staðnað og fyrir kom að það nánast þurrkaðist út og það var ekki fyrr en kom fram á seinni hluta 19. aldar sem landsmönnum tók að fjölga að einhverju ráði, þróun sem hélt áfram meira
mynd
22. mars 2024

Hið opinbera hlutafélag Íslands

Sú umræða sem farið hefur af stað vegna fyrirhugaðra kaupa Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni hefur að mestu snúist um ferlið sjálft og hina pólitísku hlið þess. Þó með undirliggjandi umræðu um hver stefna ríkisins eigi að vera í atvinnurekstri og hve mikil umsvif ríkisins í atvinnulífinu eigi yfir höfuð að vera. Það er óumdeilt að þátttaka íslenska ríkisins í bankastarfsemi er óvenju mikil sem meira
mynd
20. mars 2024

Ísland efst í ríkisútgjöldum

Heildarútgjöld hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu, að frádregnum útgjöldum vegna varnarmála og lífeyrismála, voru hvergi meiri meðal OECD-ríkja árið 2021 en á Íslandi. Námu þau 42,5% af VLF, en meðaltal ríkja OECD var 34%. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Diljá Mist Einarsdóttur alþingismanni og Morgunblaðið gerir grein fyrir í dag og kemur meira
mynd
19. mars 2024

Vitundarherferð og staðreyndir máls

Í dag hrinti stjórn Blaðamannafélags Íslands „vitundarherferð“ félagsins úr vör. Markmið hennar er að vekja fólk til vitundar um mikilvægi blaðamennsku fyrir samfélagið eða eins og segir í kynningu vegna þessa: „Blaðamenn draga saman upplýsingar, setja hlutina í samhengi og greiða úr óreiðunni. Þeir koma á framfæri ólíkum sjónarmiðum, setja fram staðreyndir og kanna meira