Þorsteinn býr í einni smörtustu íbúð Vesturbæjarins

Þorsteinn J. Vilhjálmsson fjölmiðlamaður festi kaup á íbúð í Vesturbænum sem hann er nú búinn að gera upp. Helga Sigurbjarnardóttir innanhússarkitekt hannaði innréttingar í íbúðina og var skipulagi breytt að nokkru leiti. 

Þorsteinn er heimakær og finnst gaman að hafa fallegt í kringum sig. Hann heillaðist af birtunni í íbúðinni og segir að það sé einstakt andrúmsloft í henni. Hans óskir voru að búa til setustofueldhús og því var opnað á milli stofu og eldhúss. 

Þótt Helga hafi hannað innréttingar og hjálpað honum mikið játar hann að hann sé stjórnsamur og ráðríkur þegar kemur að heimilinu. Þegar Þorsteinn er spurður að því hvort hann hafi þurft að kaupa eitthvað nýtt inn á heimilið eftir að fínu innréttingarnar komu segist hann hafa þurft að kaupa sófa og nýtt borðstofuborð. 

Getur þú gefið áhorfendum einhver góð ráð?

„Ég get ekki gefið nein ráð nema hlusta á fagmenn,“ segir hann. 

Hér má sjá hvernig íbúðin leit út áður en framkvæmdir hófust.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál