Viðskiptakona selur 285 milljóna hús í 107

Húsið er einstaklega smekklega innréttað.
Húsið er einstaklega smekklega innréttað. Samsett mynd

Við Grenimel í Reykjavík er að finna 320 fm einbýlishús sem reist var 1945. Húsið er mikið endurnýjað og hefur að geyma auka íbúð í kjallara. 

Húsinu hefur verið vel við haldið og eru nýjar innréttingar í takt við byggingartímann. Í húsinu er upprunalegur stigi upp á efri hæðina þar sem svefnherbergin eru. 

Eldhúsið er sérlega vel heppnað en það var opnað inn í borðstofu og stofu sem hefur að geyma franska glerhurð. Eldhúsinnréttingin er frá ReformCph og er úr bandsagaðir eik og setur grænn marmari svip sinn á eldhúsið. Helluborð og vaskur eru í tanganum fyrir framan innréttinguna. Tæki fráAEG prýða eldhúsið eins og tveir innbyggðir ísskápar og tveir ofnar. Helluborðið er með innbyggðum gufugleypi. 

Eldhúsið er einstaklega fallega hannað en það var opnað inn …
Eldhúsið er einstaklega fallega hannað en það var opnað inn í borðstofu og stofu.
Viðarhúsgögn sóma sér vel í húsinu ásamt String-hillum.
Viðarhúsgögn sóma sér vel í húsinu ásamt String-hillum.

Á gólfunum eru 30 sm eikarplankar en flísar eru á baðherbergjum. 

Í heild sinni er heimilið snoturt og vel skipulagt. Viðarhúsgögn fara vel við String-hillur og mjúkir litir eru allsráðandi. 

Fasteignamat hússins er 179.100.000 kr. en ásett verð 285.000.000 kr. Eigandi hússins er Rakel Þórhallsdóttir viðskiptakona. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Grenimelur 10

Horft úr eldhúsi inn í borðstofu.
Horft úr eldhúsi inn í borðstofu.
Franskar gluggar njóta sín vel í borðstofunni.
Franskar gluggar njóta sín vel í borðstofunni.
Glerhurð með frönskum gluggum setur svip sinn á stofuna og …
Glerhurð með frönskum gluggum setur svip sinn á stofuna og borðstofuna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál