Íbúðin líkist helst listaverki

Við Safamýri í Reykjavík hefur fjölskylda hreiðrað um sig á svo smekklegan hátt að útkoman líkist listaverki. Það er unun að horfa á myndirnar og skoða hvernig hlutum er raðað upp og svo eru sniðugar lausnir í hverju horni. 

Íbúðin er 172 fm að stærð en húsið var byggt 1964. 

Í eldhúsinu er upprunaleg innrétting þar sem tekk og formæka mætast á huggulegan hátt. Innréttingin hefur verið endurnýjuð að hluta. Eldhúsið er bjart og skemmtilegt en hægt er að leggja sig í eldhúskróknum ef þreytan sækir á mannskapinn. 

Í stofunni eru stórir gluggar sem hleypa birtunni inn á sjarmerandi hátt. Blái liturinn í stofu og eldhúsi lífgar mjög mikið upp á íbúðina og rammar fegurðina inn. 

Af fasteignavef mbl.is: Safamýri 83 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál