Vill að áfengisframleiðendur taki meiri ábyrgð

Bessie Carter er þekktust fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Bridgerton.
Bessie Carter er þekktust fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Bridgerton. Samsett mynd

Bridgerton-leikkonunni Bessie Carter finnst að áfengisframleiðendur ættu að taka meiri ábyrgð á því hlutverki sem þeir spila þegar kemur að vandamálum fólks. Carter hefur sjálf verið edrú í fimm ár eftir að hafa upplifað of mörg kvöld sem hún drakk frá sér. Áður fyrr hafi föstudagskvöld hennar byrjað á bjórdrykkju í garðinum en endað með því að sjá tvöfalt, endalausum sígarettum, hræðilegum skotum, slæmri popptónlist, eiturlyfjum og óútskýrðu sári á hné.

Hafði ekki lengur stjórn á drykkjunni

Carter opnaði sig um edrúmennskuna í viðtali við JOMO Club, fyrirtækis sem sérhæfir sig í áfengislausum drykkjum, og segir að hún sé mun betri útgáfa af sjálfri sér eftir að hún setti tappann í flöskuna. Áður hafi hún ekki hugsað út í það hvað væri í drykkjunum sem hún drykki, heldur leit hún á þá sem svala leikmuni sem fólk notaði til að líða eins og það tilheyrði.

Carter, sem er dóttir leikarahjónanna Imeldu Staunton og Jim Carter, segist hafa farið í meðferð til að vinna á lágu sjálfsmati sem áfengi ýtti aðeins undir. Í dag sé hún hins vegar búin að enduruppgötva hina fyndnu, skapandi og kraftmiklu manneskju sem hún var áður en samfélagslegir staðlar ýttu henni að eiturlyfi sem ætti að hennar mati að vera ólöglegt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál