Léttist um 45 kíló með breyttu hugarfari

Tasha Pehrson ákvað að setja heilsuna í fyrsta sæti og …
Tasha Pehrson ákvað að setja heilsuna í fyrsta sæti og hefur nú misst 45 kíló. Skjáskot/Instagram

Tasha Pehrson er fjögurra barna móðir frá Arizona í Bandaríkjunum sem ákvað eftir mörg ár af „jójó-megrun“ að setja heilsuna í fyrsta sæti og hefur nú misst 45 kíló. Í dag starfar hún sem líkamsræktarþjálfari og aðstoðar aðrar mæður við að elska líkama sinn og setja heilsuna í forgang.

Þótt árangur Pehrsons megi að miklu leyti rekja til heilnæmara mataræðis og aukinnar hreyfingar segir hún breytt hugarfar vera það mikilvægasta. „Það eru svo margar leiðir fyrir fólk til að léttast með góðum árangri, en hugarfar þitt sker úr um það hvort þú getir það í raun og veru,“ sagði hún í samtali við The Sun

Pehrson hætti að hugsa um þyngdartap sem erfitt verkefni og í kjölfarið hófst vegferð hennar að bættum lífsstíl. Hún byrjaði á að gera litlar breytingar. Hún fór til dæmis að velja hollari fæðu og byrjaði að stunda hreyfingu sem henni þótti skemmtileg. 

„Það var mjög erfitt að æfa þegar ég var 105 kíló, það var erfitt að velja grænmeti fram yfir skyndibita ... en þetta var bara erfitt í byrjun. Þegar ég byrjaði að léttast leið mér svo vel og vildi halda áfram,“ sagði Pehrson. 

„Ég varð virkilega öguð og fór að finna gleðina í því að yfirstíga erfiðleikana og sanna fyrir sjálfri mér hvers megnug ég er. Ef þú vilt að eitthvað breytist, þá þarftu að breyta til ... og kannski er það að hætta að gefast upp,“ bætti hún við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál