Það sem á ekki að gera fyrir munnmök

Sigga Dögg mælir ekki með því að fólk tannbursti sig …
Sigga Dögg mælir ekki með því að fólk tannbursti sig áður en það veitir munnmök. Samsett mynd

Kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir segir að það sé ekki góð hugmynd að tannbursta, nota tannþráð eða tannstöngul áður en maður veitir munnmök. Ástæðan er sú að þá getur þú opnað góminn og þá er aukin smithætta á kynsjúkdómum. 

Sigga Dögg veitti þetta ráð í gegnum Instagram-síðu sína. Hún segir þetta aðeins eiga við þegar þú ert að veita munnmök, og þá skiptir ekki máli hvort um píku, typpi eða rass er að ræða. 

„Og jú auðvitað ætti fólk að nota verjur eins og töfrateppi, dental dam eða latex brók,“ skrifar Sigga. 

„Og næst þegar ferð í tjékk - þá ætti að taka strok úr hálsinum lína ef þú hefur stundað óvarin munnmök!“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál