„Það er ekki hægt að hanga í þögn og vandræðagangi“

Sigga Dögg kynfræðingur rekur vefin Betra kynlífs.
Sigga Dögg kynfræðingur rekur vefin Betra kynlífs. mbl.is/Árni Sæberg

Kynfræðingurinn Sigga Dögg sem rekur vefinn betrakynlíf.is svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá stelpu sem kynntist strák. Þau eru óreynd þegar kynlíf er annars vegar.

Sæl Sigga

Ég semsagt hitti strák og við erum búin vera saman 4-5 mánuði en hann var ennþá hreinn sveinn þegar við kynntumst. Við erum 18 ára og hann hafði náttúrlega enga þekkingu. Hann er svolítið að vinna með það að þegar við stundum kynlíf þá er hann ekki inni. Samt heldur hann að hann sé inni og er alltaf reyna sitt besta. Ég hef ekkert þorað að segja því ég vil ekki særa hann. Veit hreinlega ekkert hvað ég á að segja við hann!

Kveðja,

BB

Sælar mín kæra.

Jæja, þú segir nokkuð! Þótt kæró hafi litla kynferðislega reynslu þá þarf það ekki að þýða algert þekkingarleysi. Þegar kemur að kynlífi þá getur maður alltaf á sig blómum bætt. Það hafa nefnilega allir gott af smá kynfræðslu, óháð aldri og fyrri reynslu. Þú segir að þegar þið stundið kynlíf að þá sé hann ekki inni, ertu að meina í samförum? Þá með innsetningu lims í leggöng? Ertu viss um að hann vilji stunda þannig kynlíf? Vilt þú stunda þannig kynlíf? Hafið þið rætt hvernig kynlíf þið viljið stunda? Veistu hvað þér þykir gott í kynlífi? Hefurðu sagt honum það? Og spurt hann um slíkt hið sama.

Eins og ég segi alltaf: orð eru til alls fyrst! Það er ekki hægt að hanga í þögn og vandræðagangi, nú er mál að tjá sig. Og eins og þú lest hér þá er af nógu að taka. Samtal um kynlíf getur verið vandræðalegt og það er allt í lagi, lífið er einn stór vandræðagangur sem má hafa húmor fyrir. En til að brjóta ísinn geturðu notað þessar spurningar hér að ofan. Þú gætir líka talað um kynfræðsluna sem þið fenguð í skóla og jafnvel heima hjá ykkur, hver fræddi ykkur um kynlíf og var það nóg? Kynfræðsla er ferðalag út lífið og alltaf er hægt að læra eitthvað nýtt því við erum síbreytileg sem mannverur og langanir og upplifanir breytast út ævina.

Ég mæli því með að þú byrjir á að spjalla við hann á almennu nótunum um kynfræðslu og kynlíf og svo getur þú gefið honum leiðbeiningar og tekið við leiðbeiningum frá honum. Það er enginn náttúrulegur snillingur í kynlífi, þetta er spurning um að læra inn á eigin líkama og líkama og tilfinningar bólfélaga og þá kemur ákveðinn taktur með tímanum. Hafið gaman af því að læra saman hvort á annað og ekki gleyma húmornum, kynlíf má vera skemmtilegt og jafnvel pínulítið fyndið.

Góða skemmtun og gangi ykkur vel!

Kynlífskveðja,

Sigga Dögg kynfræðingur Betra kynlífs

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál