Unnur Birna leggur inn málflutningsréttindi sín

Unnur Birna Vilhjálmsdóttir vegnar vel sem lögfræðingi en fyrir tæpum …
Unnur Birna Vilhjálmsdóttir vegnar vel sem lögfræðingi en fyrir tæpum 20 árum heillaði hún heimsbyggðina með fegurð sinni og útgeislun. Samsett mynd

Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur hjá Controlant og alheimsfegurðardrottning, hefur lagt inn málflutningsréttindi sín. Tilkynning þess efnis birtist í Lögbirtingablaðinu. 

„Með tilkynningu hefur Unnur Birna Vilhjálmsdóttir lagt inn málflutningsréttindi sín og eru þau nú óvirk,“ segir í tilkynningunni. 

Það þarf að uppfylla ákveðin skilyrði til að þess að vera með virk réttindi. Meðal annars þarf lögmaður að: Hafa opna starfsstöð. Vera með skráðan fjárvörslureikning. Hafa gildandi starfsábyrgðartryggingu. Hægt að óska eftir undanþágu frá skilyrðunum ef lögmaður er í starfi hjá öðrum lögmanni eða föstu starfi hjá einum aðila. 

Ekki fyrsti lögmaðurinn sem skilar inn leyfinu

Unnur Birna öðlaðist heimsfrægð þegar hún vann fegurðarsamkeppnina Ungfrú heimur árið 2005. Hún gerði hlé á lögfræðinámi sínu eftir að hún vann keppnina en síðan hún lauk námi frá Háskólanum í Reykjavík hefur hún getið sér gott orð sem lögfræðingur. 

Unnur Birna er ekki fyrsti lögfræðingurinn sem leggur inn málflutningsréttindi sín en hægt er að leysa þau út aftur. Sigríður Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, leysti út málflutningsréttindi sín þegar hún hætti á þingi og það gerði einnig Karl Gauti Hjalta­son, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál