Drykkurinn SólGin var fundinn upp í Flatey

Drykkurinn SólGin ber nafn með rentu enda sólardrykkur og fundinn …
Drykkurinn SólGin ber nafn með rentu enda sólardrykkur og fundinn upp úti í Flatey. Ljósmynd/Unsplash

Hér er einn frískandi sumardrykkur sem ber heitið SólGin sem upplagt er að blanda og bjóða upp á í góðra vina hópi. Þessi drykkur var fundinn upp úti í Flatey einn sólríkan dag og lifir enn góðu lífi. Uppskriftina er að finna í bókinni hennar Ingibjargar Ástu Pétursdóttir, Mensu. Ingibjörg Ásta rak eitt sinn Hótel Flatey og deilir með lesendum meðal annars uppskriftum að kræsingum og drykkjum sem hún og fleiri þróuðu úti í Flatey. Þessi drykkur einn sá vinsælasti á hótelbarnum og er ekta sólardrykkur.

Ljósmynd/Unsplash

SólGin

Fyrir 6

  • 2 kg rabarbari, niðurskorinn
  • 2 l vatn
  • 1 dl hrásykur
  • Safi úr ½ sítrónu
  • Sítrónusneiðar eða appelsínusneiðar að vild
  • Gin eftir smekk

Aðferð:

  1. Sjóðið saman vatn og sykur,
  2. Bætið rabarbaranum út í sjóðandi heitt vatnið og látið standa í pottinum yfir nótt.
  3. Sigtið rabarbarann frá og kreistið sítrónusafa út í blönduna.
  4. Smakkið löginn til með meiri sítrónusafa eða sykri  ef rabarbarinn er of súr.
  5. Geymið þennan bleika og fallega drykk í kæli og hafið klaka við höndina.
  6. Bætið gini út í drykkinn ef þannig ber undir og ekki gleyma að setja sítrónusneiðinni sem gefur drykknum nafnið. Þið megið líka nota appelsínusneið.
  7. Rabarbarastönglar geta skreytt glasið og drykkurinn er bestur ískaldur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert