Helga segir að persónutöfrar barþjónsins skipti sköpum

Helga Signý barþjónn hefur ástríðu fyriri starfi sínu bak við …
Helga Signý barþjónn hefur ástríðu fyriri starfi sínu bak við barinn og elska fátt meira en að stjana við gesti sína. mbl.is/Kristinn Magnússon

Helga Signý barþjónn hefur töfrað gesti sína upp úr skónum bak við barinn með sínum einstökum persónutöfrum. Hún hefur unnið til verðlauna nokkrum í barþjónakeppnum og núna síðast í  International Barlady keppninni sem haldin var byrjun í mars síðastliðin þar sem hún tók þriðja sætið í national flokki með drykknum sínum Blue Meadow.

Undirrituð hitti Helgu Signý og fékk hana meðal annars til að ljóstrar upp leyndardómnum á bak við barþjónastarfið og hvaða hæfileikum góður barþjónn þarf að búa yfir í leik og starfi.

Verðlaun í fyrstu Alþjóðlegu barþjónakeppninni fyrir konur og kvár

Helga hefur verið barþjónn í 6 mánuði og með starfinu er hún í Háskóla Íslands þar sem hún stundar nám í sálfræði. Hún hefur líka ástríðu fyrir að keppa í fagi sínu sem barþjónn.

„Ég vann fyrstu keppnina mína sem ég tók þátt í sem var Barlady á Íslandi sem er keppni ætluð konum og kvár að vegum Barþjónaklúbbs Íslands. Með því að vinna í þessa keppni fór ég út til Aþenu að keppa í fyrstu Alþjóðlegri barþjónakeppninni fyrir konur og kvár. Það voru 16 lönd sem tóku þátt í tveimur flokkum, „classical“ flokk og „national“ flokk. Á fyrsta degi tókum við þátt í báðum flokkum. Við fengum að kynna okkur og drykkinn okkar í eina mínútu og fengum svo sex mínútur til þess að gera fjóra drykki. Í lok dags var svo tilkynnt topp sex í báðum flokkum. Á degi tvö fengum við 10 mínútur að fara nánar út í drykkinn og hvaðan nafnið kom og hugmyndin á bak við hann. Við vorum dæmd út frá faglegum vinnubrögðum, bragði, framsetningu og kynningu. Eftir það var tilkynnt 3 efstu í hvorum flokki og Barlady ársins 2024. Ég tók þriðja sætið í national flokki. Þetta var æðisleg keppni og ég gat ekki beðið um betri keppinauta þar sem við vorum allar að hjálpast að og vorum að hvetja hvort aðra áfram. Við vorum allar í þessu saman,“ segir Helga með bros á vör.

Hvenær vissir þú hvað þig langaði að gera þegar þú yrðir stór?

„Það er spurning sem ég enn þá að reyna að finna svar við. Í leit að því svari hef ég notað áhugasviðin mín sem ákveðið leiðarljós og prófa mig þannig áfram. Ég hef þó alltaf fundið mig í störfum sem gefa mér tækifæri á að kynnast fjölbreyttu hópi fólks og þar sem samskipti og þjónusta er í miklu forgangi. Til dæmis kaus mér nám í sálfræði við Háskóla Íslands vegna þess ég hef mikinn áhuga á fólki. Einnig vann ég í Brauð & co þar sem ég var í þjónustustarfi. Þar voru bakararnir duglegir að leyfa mér að smakka mismunandi samsetningar á bragði. Eftir það fór ég að vinna í fataverslun vegna áhuga míns á því að púsla saman mismunandi litum og mynstri. Þetta leiddi mig allt að Tipsý þar sem ég vinn í dag sem barþjónn. Ég veit ekki hvar framtíðin liggur en mér finnst líklegt að ég verð í þessum bransa lengi,“ segir Helga.

Helga Signý segir að það sé lykilatriði að taka vel …
Helga Signý segir að það sé lykilatriði að taka vel á móti þeim sem koma á barinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kom á óvart hversu vel mér leið

Hefur þú ávallt haft ástríðu fyrir því að starfa sem barþjónn?

„Nei, það kom mér alveg að óvart hversu skemmtileg starfið er. Ég hef séð ekki mikið af stelpum starfa á bak við barinn, hvað að stelpur í kastljósinu í þessu starfi þannig ég gerði mér ekki grein fyrir að þetta væri eitthvað sem ég gæti haft brennandi áhuga á. Þetta byrjaði allt með því að vinur minn suðaði endalaust í mér að koma með sér til Grikklands í EBS barþjónaskólann. Ég hugsaði þetta fyrst sem ævintýri en það kom mér í opna skjöldu hvað ég hafði mikinn áhuga á fyrirlestrunum sem fjölluðu um alls kyns áfengi og hvað mér leið vel á bak við barinn. Auk þess elska ég að vinna í skipulögðum glundroða og það getur svo sannarlega gerst á bak við barinn,“ segir Helga.

Hvað er það sem er svo heillandi við kokteilagerð?

„Fyrir mér er það fyrst og fremst endalausir möguleikar á samsetningu hráefna. Það eru í rauninni engar reglur. Þú getur tekið skrítnustu hráefnin sem fara ekki vel saman á blaði en út úr blöndunni kemur ljúffengur kokteill. Það kemur einnig fyrir kokteillinn sé hreinlega vondur á bragðið en stundum þarf ekki meira en að breyta uppskriftinni aðeins og þá kemur kokteillinn vel út. Auk þess eru allir í kokteilabransanum boðnir og búnir að styðja hvorn annan og gefa góð ráð þrátt fyrir að mögulega séu þeir að keppa á móti hvort öðrum í barþjónakeppnum. Svo elska allir góðan drykk.“

Helga Signý að störfum.
Helga Signý að störfum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vera hress, vingjarnlegur og opinn

Hvaða hæfileikum þarf góður barþjónn að búa yfir?

„Að vera barþjónn snýst ekki bara um framúrskarandi kokteilagerð heldur einnig hvernig viðskiptavinir fá einstaka upplifun hjá þér á barnum. Það fer einnig algjörlega eftir því  hvernig bar þú ert að leitast eftir að vinna á. Númer eitt, tvö og þrjú er að vera hress, vingjarnlegur og opinn. Fólk er að koma á bar til að hafa gaman og fyrir mér er það starfið þitt sem barþjónn að hjálpa þeim að líða vel og fara af barnum þannig að gestirnir vilja koma aftur sem fyrst. Á barnum sjálfum er hraði mikill kostur. Viðskiptavinir vilja fá drykkina sýna hratt og örugglega. Mikill kostur er líka að vera fjölverkamaður, að geta unnið í mörgum kokteilum í einu og gera það á skipulagðan og skilvirkan hátt. Hreinlæti er líka mjög stór kostur. „Clean as you go“ er mjög þekkt orðatiltæki inni á barnum og það er mjög gott að vinna í hreinu umhverfi, ekki bara fyrir þig heldur fyrir aðra sem eru með þér á barnum. Það er mikið af hlutum sem geta gert þig að góðum barþjóni en mér finnst mikilvægast að hafa gaman, það smitast frá þér, bæði til viðskiptavina og til samstarfsfélaga.“

Hefur þú tekið þátt í mörgum barþjónakeppnum?

„Ég hef tekið þátt í fjórum. Fyrsta keppnin mín var Barlady á Íslandi. Ég lenti í fyrsta sæti í henni með kokteilinum Letty sem leiddi mig út til Aþenu til að keppa fyrir hönd Íslands í International Barlady Competition. Seinni keppnin mín var Whitley Niel keppnin þar sem átti að búa til kokteil sem innihélt Whitley Niel ginið, ég því miður tók enginn sæti þar. Þriðja keppnin mín var fyrir Grahams portvín og þar tók ég þriðja sætið með kokteilinn FIGure it out. Seinasta keppnin sem ég tók þátt í eins ég er búin að segja frá var International Barlady keppnin þar sem ég tók þriðja sætið í national flokki með drykknum mínum Blue Meadow.“

Persónutöfrar er fyrsta orðið

Hver er galdurinn bak við að heilla dómnefnd upp úr skónum þegar þú ert að keppa í kokteilagerð?

„Persónutöfrar“ er fyrsta orðið sem mér dettur í hug. Með því að selja hugmyndina á þér ertu að selja hugmyndina á drykknum. Að geta verið efst í huga hjá dómurunum með því að vera viðkunnanlegur. Það fer einnig algjörlega eftir því hvernig keppni þú ert að taka þátt í. Í þeim keppnum sem að dómararnir sitja fyrir framan þig og þú ert einn með alla athyglina þá skiptir þetta miklu máli, auk þess þekkingu þína á vörunum sem þú ert að nota, af hverju þú ert að blanda þessum hráefnum saman og hvernig það lætur þinn drykk verða betri. Einnig er hugsunarferlið þitt mikilvægt á bak við drykkinn, hvaðan kemur hugmyndin og hvaðan kemur nafnið. Þegar er verið að taka þátt í keppnum líkt og Íslandsmóti barþjóna er gott að hafa þetta allt í huga auk þess að fagleg vinnubrögð skipta miklu máli.“

Áttu þín uppáhaldsvín þegar þú ert að búa til kokteila?

„Ég tek mér tímabil af uppáhaldsvínum þegar ég er að búa til kokteila en ég finn mig oft grípa í koníak eða vín sem er með bragði sem kemur að óvart og sem fólk sér ekki oft í kokteilum.“

Þegar kemur að vali glösunum fyrir drykkina, skipta þau máli?

„Að mínu mati skiptir glös miklu máli. Ég hef lent í því að mér finnst eitthvað vanta í drykkinn og oft er ástæðan að hann er ekki í réttu glasi. Sama á við um hvort eigi að setja klaka í drykkinn og þá hvernig klaka. Skreytingin er kirsuberið á toppnum. Það er gott að hafa í huga innihaldsefnin í drykknum, hvernig glasi drykkurinn er í og hvernig lykt, eða bragð, kemur frá skreytingunni sé í takt við hvernig þú vilt að fólk upplifi kokteilinn þinn.“

Þakklát fyrir traustið og stuðninginn

Helga er afar þakklát fyrir þau tækifæri sem hún hefur fengið að vaxa í leik og starfi sem barþjónn og segir það ekki sjálfgefið. „Ég er mjög þakklát fyrir liðið á Tipsý og yfirmönnunum mínum þar sem ýttu mér í að taka þátt í þessum keppnum, þau styðja við bakið á okkur öllum og hvetja okkur áfram í öllu sem við gerum, við erum öflugt teymi þar. Ég veit að þau munu halda áfram að gefa mér góð ráð og hvetja mig áfram í næstu keppnum sem ég tek þátt í þar sem ég er langt frá því að vera hætt. Ég vil einnig þakka Barþjónaklúbb Íslands mikið fyrir að senda mig út og styðja mig í gegnum ferlið og Elnu, varaforseta Barþjónaklúbb Íslands. Hún var frábær ferðafélagi og traust hönd í gegnum þetta ferli. Ég tek hattinn að ofan fyrir Barþjónaklúbbnum að vilja taka þátt í að efla og ýta undir konur í barþjónageiranum sem er að mestu leyti troðfullur af körlum.“

Nafnið úr þjóðsögu

Helga deilir hér með lesendum uppskriftinni að kokteilnum sem hún bauð upp á í síðustu keppni og gaf henni þriðju sætið. „Í national flokki í Barlady keppninni áttum við að gera drykk með innblæstri frá landinu okkar. Ég fór strax að hugsa um hvað margir fara í berjamó í æsku og hvað var sjaldgæft að finna bláber. Þannig kom hugmyndin að gera bláberjadrykk með skyri, hvað er meira íslenskt en skyr. Ég var svo heppin að 64° Reykjavík Distillery gaf mér flösku af bláberjalíkjöri og flösku af styrktu bláberjavíni sem er ekki enn komið út á markað. Nafnið kemur úr þjóðsögu sem ég las um prest sem hitti huldukonu sem bjó út á túni. Hún gaf prestinum drykk sem var blár. Upp frá því kom nafnið Blue Meadow og hér er uppskriftin að drykknum.“

Kokteillinn hennar.
Kokteillinn hennar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Blue Meadow

  • 45 ml Uliginosum bláberjalíkjör frá 64° Reykjavík Distillery
  • 15 ml styrkt bláberjavín frá 64°Reykjavík Distillery
  • 30 ml Tanqueray Gin
  • 30 ml sítrónusafi
  • 20 ml sykursíróp
  • Barskeið af Sailor Jerry krydduðu rommi
  • Barskeið af hreinu íslensku skyri

Aðferð:

  1. Blandið öllum hráefnunum saman í kokteilhristara og hristið vel.
  2. Berið fram í fallegu viskí glasi og skreytið að vild.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert