Dásamlegar kryddhnetur til að narta í

Þessar kryddhnetur eru frábærar til að narta í.
Þessar kryddhnetur eru frábærar til að narta í. Ljósmynd/Anna Björk Eðvarðsdóttir

Þessar kryddhnetur eru dásamlegar með svalandi drykk úti í góða veðrinu eða bara þegar þig langar í eitthvað gott til að narta í. Síðan eru þær líka æðisleg gjöf til að gefa góðum vini í poka eða í fallegri krukku þegar þú ferð í heimsókn. Anna Björk Eðvarðsdóttir matgæðingur deildi þessari uppskrift á uppskriftasíðu sinni á dögunum og upplagt er að deila henni með lesendum matarvefsins.

Kryddhnetur

  • 500 g blandaðar ósteiktar hnetur
  • 2 msk. kókosolía
  • 1 tsk. cumin
  • 1 tsk. paprikuduft
  • 1 tsk. chiliduft
  • 1 tsk. kóríanderduft
  • 2 tsk. fínt salt

Aðferð:

  1. Bræðið kókosolíu á pönnu við meðalhita, bætið síðan kryddinu við á pönnuna og látið malla í smástund, þar til þetta fer að ilma. 
  2. Bætið þá við hnetunum á pönnuna og steikið þær í 4-5 mínútur eða þar til þær verða ljós gylltar.
  3. Takið pönnuna af hitanum og hellið hnetunum á bakka eða fat og látið þær kólna alveg. 
  4. Setjið hneturnar síðan í krukku með góðu loki. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert