Katrín ýtti matarhátíðinni „Food & Fun“ úr vör

Matarhátíðin „Food & Fun“ var sett í Hótel- og matvælaskólanum …
Matarhátíðin „Food & Fun“ var sett í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi á miðvikudaginn með pomp og prakt. Samsett mynd

Matarhátíðin „Food & Fun“ var sett í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi á miðvikudag með pomp og prakt. Þetta er 21. skipti sem hátíðin er haldin og aldrei hafa jafnmargir veitingastaðir tekið þátt en alls taka 18 staðir þátt.

Katrín Jakobsdóttir starfandi matvælaráðherra setti matarhátíðina formlega með ávarpi sínu, jafnframt tóku til máls Óli Hall framkvæmdastjóri „Food & Fun“ og Haraldur Sæmundsson framkvæmdastjóri Hótels- og matvælaskólans. Framreiðslu- og matreiðslunemar skólans buðu upp á léttar veitingar í tilefni þessa og gáfu tóninn fyrir það sem koma skal.

Mikill heiður fyrir nemendur að taka þátt

„Okkur hér í Hótel- og matvælaskólanum er ávallt mikill heiður að fá að taka þátt matarhátíðinni Food & Fun með þessum hætti. Það er nemendum okkar sem og kennurum ávallt mikil hvatning að fá tækifæri til að vera með í þessum viðburði og nemendur fá að spreyta sig í eldhúsinu og í framreiðslu og sýna listir sínar og kunnáttu,“ segir Haraldur og bætir við að ávallt sé spenna í loftinu fyrir matartengdum viðburðum sem þessum.

Gleðin var við völd og gestir nutu þess að bragða á kræsingunum sem nemendur göldruðu  fram í anda hátíðarinnar. Myndirnar tala sínu máli og sýna stemninguna sem ríkti á staðnum.

Ljósmynd/Jón Svavarson
Ljósmynd/Jón Svavarsson
Ljósmynd/Jón Svavarsson
Ljósmynd/Jón Svavarsson
Ljósmynd/Jón Svavarsson
Ljósmynd/Jón Svavarsson
Ljósmynd/Jón Svavarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert