Steinþór Helgi með besta kokteilinn á Food & Fun

Daníel, Steinþór Helgi, Siggi Hall, Haukur sem tók við verðlaunum …
Daníel, Steinþór Helgi, Siggi Hall, Haukur sem tók við verðlaunum fyrir hönd Láru, Helgi Bárðar og Ólafur Hall að keppni lokinni. Ljósmynd/Valgardur Gislason

Matarhátíðin Food & Fun var haldin með stæl í síðustu viku og var það í 21. skipti sem þessi skemmtilega hátíð er haldin á veitingastöðum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Fólk var greinilega tilbúið í þessa matar- og drykkjarveislu því allir staðirnir sem tóku þátt í hátíðinni voru uppbókaðir alla daga og virtust gestir almennt mjög ánægðir með það sem í boði var.

Steinþór Helgi frá Skreið leggur lokahönd á sigurkokteilana sína.
Steinþór Helgi frá Skreið leggur lokahönd á sigurkokteilana sína. Ljósmynd/Valgardur Gislason

Hinn eftirsótti Reyka Vodka kokteilbikar

Samhliða matarhátíðinni var keppt um hinn eftirsótta Reyka Vodka kokteilbikar en margir af þekktustu barþjónum landsins hafa unnið hann síðustu ár og því var mikil eftirvænting í loftinu hver stæði uppi sem sigurvegari ár. Það var í höndum Barþjónaklúbbs Íslands að sjá um utanumhald á keppninni en þeir sem sátu í dómnefnd voru Valtýr Bergmann frá Dineout sem einmitt var einn af styrktaraðilum Food & Fun, Ingi Sigurðsson en hann hefur unnið á The Aviary í Chicago og var með Pop-up á Tipsy yfir Food & Fun, Eva Marín rekstrarstjóri á Einstök Bar og Fannar Alexander Arason eigandi Klakavinnslunnar.

Lára frá La Primavera með sína kokteila.
Lára frá La Primavera með sína kokteila. Ljósmynd/Valgardur Gislason

Steinþór Helgi frá Skreið fór með sigur að hólmi

Þrír keppendur komust áfram í úrslit í aðalkeppnina sem haldin var á Tipsy á laugardaginn síðastliðinn. Það voru Steinþór Helgi frá Skreið, Daníel frá Sushi Social og Lára frá La Primavera og reyndist það dómnefnd ekki auðvelt að velja á milli þessara þriggja frábæru kokteila sem þríeykið framreiddi. Lokapartí kokteilkeppninnar var svo haldið á Sæta svíninu og var sigurvegari keppninnar kunngerður þar með pomp og prakt fyrir fullu húsi. Sá sem bar sigur úr býtum var Steinþór Helgi frá Skreið og fékk hann hinn eftirsótta Reyka Vodka kokteilbikar ásamt ferð til heimsborgarinnar Lundúna þar sem hann mun fræðast um bar senuna þar í borg undir leiðsögn Brand Ambassadors Reyka Vodka.

Keppendurnir þrír sem komust í lokaúrslitin: Steinþór Helgi frá Skreið, …
Keppendurnir þrír sem komust í lokaúrslitin: Steinþór Helgi frá Skreið, Lára frá La Primavera og Daníel frá Sushi Social. Ljósmynd/Valgardur Gislason
Dómnefndina skipuðu þau Valtýr, Eva Marín, Fannar Alexander og Ingi.
Dómnefndina skipuðu þau Valtýr, Eva Marín, Fannar Alexander og Ingi. Ljósmynd/Valgardur Gislason
Eva Marín og Helgi Bárðarsson.
Eva Marín og Helgi Bárðarsson. Ljósmynd/Valgardur Gislason
Steinþór Helgi með hinn eftirsótta Reyka Vodka bikar.
Steinþór Helgi með hinn eftirsótta Reyka Vodka bikar. Ljósmynd/Valgardur Gislason
Dómnefnin að störfum.
Dómnefnin að störfum. Ljósmynd/Valgardur Gislason
Bikarinn skartaði sínu fegursta á barnum.
Bikarinn skartaði sínu fegursta á barnum. Ljósmynd/Valgardur Gislason
Sigurkokteillinn í kokteilkeppni Food & Fun.
Sigurkokteillinn í kokteilkeppni Food & Fun. Ljósmynd/Valgardur Gislason
Kokteilarnir þrír sem þríeykið framreiddi.
Kokteilarnir þrír sem þríeykið framreiddi. Ljósmynd/algardur Gislason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert