Besta leiðin til að geyma kryddjurtirnar

Ljósmynd / Getty Images

Stundum eigum við of mikið af kryddjurtum sem eiga það til að skemmast – og þá er tilvalið að nota þær seinna þegar betur hentar. Hér eru aðferðir sem þú getur notað til að gera sem mest út úr kryddjurtunum þínum.

Þurrkaðu jurtirnar þínar
Auðveldasta leiðin til að geyma jurtir fyrir veturinn er að þurrka þær. Það er hægt að gera með því að binda jurtirnar saman í lítil búnt og hengja á dimmum og hlýjum stað í húsinu. Þannig færðu bæði góðan ilm í húsið og vöndurinn verður til skrauts. Mikilvægt er að jurtirnar fái ekki beint sólarljós eða þorna í ofninum þar sem allir góðir eiginleikar glatast ef hitinn fer yfir 40°. Eftir nokkra daga eru kryddjurtirnar orðnar svo þurrar að þær geta auðveldlega molnað á milli fingranna – þá er hægt að setja jurtirnar í krukkur og upp í kryddhilluna.

Frystið kryddjurtirnar í olíu
Einn valkostur er að frysta ferskar kryddjurtir niður í ísmolabakka - þá áttu alltaf til jurtir til að grípa í. Það eina sem þú þarft að gera er að skola kryddjurtirnar létt, taka blöðin af stilknum og setja jurtirnar ofan í ísmolabakkann þannig að þær fylli u.þ.b. helminginn. Fyllið síðan upp með mildri ólífuolíu og setjið í frysti.

Búðu til dýrindis jurtasalt
Það má búa til dýrindis jurtasalt úr kryddjurtum. Notið 2 dl af flögusalti og tvær handfylli af kryddjurtum (án stilka). Blandið vel saman þar til jurtirnar eru fínt saxaðar en saltið er ekki alveg orðið að dufti. Dreifið jurtasaltinu jafnt á bökunarplötu og þurrkið í ofni við 60 gráður í 30 mínútur. Þegar jurtasaltið hefur verið tekið úr ofninum skal hræra og snúa því nokkrum sinnum þar til það er alveg þurrt. 
Tips: Þú getur skipt út saltinu fyrir sykur (eða sukrin fyrir sykurlaust afbrigði) og búið til ljúffengan myntusyku í eftirrétti eða sett á brúnina á kokteilglasi. 

Gerðu tilraunir með pestó
Ef þú átt fullt af kryddjurtum sem bíða bara eftir notkun geturðu alltaf hent þér í að búa til ljúffengt ferskt pestó. Pestó er til í ótal afbrigðum og bragðast vel á brauð, í salatið eða á fiskinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert