Elenora komin í annað sæti metsölulistans

Það gerist ekki oft að matreiðslubók vermi efstu sæti metsölulista Eymundson en hin 19 ára gamla Elenora Rós situr nú í öðru sæti listans  beint á eftir sjálfum Arnaldi.

Þetta eru góðar fréttir fyrir matgæðinga landsins og áhugabakara því bókin hefur fengið fádæma viðtökur og ljóst að landsmenn eru ánægðir með Elenoru.

Að sögn Maríu Johnson hjá Eddu útgáfu er fyrsta upplag bókarinnar óðum að seljast upp og von á næsta upplagi síðar í mánuðinum en viðtökurnar hafa verið framar björtustu vonum.

„Hún Elenora er bara svo einstök. Mörgum þótti djarft að gefa út bók með 19 ára bakaranema en við féllum fyrir henni og höfðum trú á henni. Það er ljóst að við erum ekki þau einu og við óskum Elenoru innilega til hamingju með árangurinn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert