Hjólapartar í nýrri hönnun frá Normann Copenhagen

Nýtt kaffiborð var að lenda frá Normann Copenhagen og kallast …
Nýtt kaffiborð var að lenda frá Normann Copenhagen og kallast Lug. mbl.is/Normann Copenhagen

Stálhlutar vintage-reiðhjóla veittu hönnuðum Normann Copenhagen innblástur í nýtt kaffiborð þar sem einföld stálgrind einkennir borðið sem kallast Lug. Borðfæturnir eru dálítið bognir og minna á gaffal reiðhjóls, sem setur sinn svip á borðið líkt og það sé á hreyfingu. Undirstöðu borðsins er skeytt saman við brasshluta, sem undirstrikar andstæðurnar sem finnast í borðinu á fallegan máta og bindur það saman.

Nafnið Lug er tilvísun í ákveðin samskeyti á hjólum sem eru þekkt innan hjólreiðaheimsins. Borðið er fáanlegt í tveimur stærðum þar sem gler og stál sameinast í stílhreinni hönnun. Stærra borðið er upplagt sem sófaborð en minni útgáfan hentar sem hliðarborð fyrir kaffibollann og góða bók við hægindastól – eða sem náttborð ef því er að skipta.

mbl.is/Normann Copenhagen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert