FERM Living með eldhús fyrir litla meistarakokka

Yngri kynslóðin á heimilinu er alls ekki skilin út undan …
Yngri kynslóðin á heimilinu er alls ekki skilin út undan hjá FERM Living þegar kemur að fallegum vörum í eldhúsið. mbl.is/Ferm Living

Danski húsbúnaðarframleiðandinn FERM Living var að krútta yfir sig núna með nýjung fyrir yngri kynslóðina. Nýtt viðar eldhús var að koma á markað sem leyfir litla meistarakokkinum þínum á heimilinu að njóta sín.

Eldhúsið er til að mynda með vask, tvær hellur og króka fyrir eldhúsáhöld og framleitt úr náttúrulegum birki viði.

Ávextir í ýmsum formum eru einnig að birtast í öðrum nýjungum hjá þeim. Við erum að sjá peru- og eplalagaðar körfur undir smádót og sængurver með ananas og melónumyndum. Eins skemmtilega blómapotta með andlit sem nota má undir tréliti eða annað sem manni dettur í hug.

Æðislegt eldhús var að lenda hjá danska framleiðandanum FERM Living.
Æðislegt eldhús var að lenda hjá danska framleiðandanum FERM Living. mbl.is/Ferm Living
Eplalöguð dótakarfa er einnig nýjung frá FERM Living.
Eplalöguð dótakarfa er einnig nýjung frá FERM Living. mbl.is/Ferm Living
mbl.is/Ferm Living
Krúttleg sængurver með ávaxtamunstri.
Krúttleg sængurver með ávaxtamunstri. mbl.is/Ferm Living
Leynist lítill kokkur á heimilinu þínu?
Leynist lítill kokkur á heimilinu þínu? mbl.is/Ferm Living
mbl.is/Ferm Living
Litlir blómapottar með andliti sem nota má undir liti og …
Litlir blómapottar með andliti sem nota má undir liti og annað smádót í barnaherbergið. mbl.is/Ferm Living
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert