Grillað kartöflumeðlæti Hrefnu Sætran

mbl.is/Björn Árnason

Fáir komast með tærnar þar sem Hrefna Sætran hefur hælana þegar kemur að því að grilla. Hér reiðir hún fram kartöflumeðlæti sem er algjört æði.

Grillaðar kartöflur með blaðlauk og rósmarín

Fyrir 4
  • 150 g smjör
  • ½ stk. blaðlaukur
  • 2 rif hvítlaukur
  • 1 grein rósmarín
  • 12 stk. möndlukartöflur eða einhverjar aðrar litlar kartöflur
  • Parmesan-ostur
  • Salt og pipar
  • Olía

Aðferð:

  1. Setjið smjörið og laukana í pott og hitið við vægan hita þar til laukarnir eru mjúkir í gegn.
  2. Saxið rósmarínið fínt niður og bætið út í smjörið.
  3. Skerið kartöflurnar í tvennt og penslið þær í sárið með olíu.
  4. Grillið á miðlungsheitu grillinu og snúið reglulega þar til kartöflurnar eru eldaðar í gegn.
  5. Kryddið smjörið til með salti og pipar og líka sjálfar kartöflurnar.
  6. Setjið kartöflurnar á disk og ausið smjörinu yfir og raspið svo parmesan-ostinn yfir í lokin.
Hrefna Sætran.
Hrefna Sætran. mbl.is/Björg Árnason
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert