„Eintóm hamingja hér á bæ“

Þessa flugu sendi Jakob Róbertsson inn. Flott og flókin fluga …
Þessa flugu sendi Jakob Róbertsson inn. Flott og flókin fluga sem minnir á gamla tíma. Ljósmynd/Jakob Róbertsson

Næstbesta ár Febrúarflugna var í nýliðnum febrúar. Alls sendu hnýtarar inn 1.194 flugur á móti 1.140 í fyrra sem var næst besta árið fram til þessa. Metárið var Covid árið, þegar þjóðin var lokuð inni og lítið við að vera. Þá var skilað inn 1.888 flugum. Kristján Friðriksson á FOS.is sem heldur úti keppninni segir að hann hafi  blessunarlega verið búinn að gleyma því ári. En nýliðinn febrúar er metmánuður miðað við eðlilegt ástand.

Eins og undanfarnar vikur valdi Kristján nokkrar myndir handa okkur til birtingar. Annars tók hann saman keppnina í ár, með svohljóðandi orðsendingu. Hafa ber í huga að hann tekur ekki með Covid árið sem hann telur afbrigðilegt og vonar að komi aldrei aftur.

Silunganammi. Snorri Örn Sveinsson deildi þessari inn á Febrúarflugur. Þessi …
Silunganammi. Snorri Örn Sveinsson deildi þessari inn á Febrúarflugur. Þessi er afar líkleg. Ljósmynd/Snorri Örn Sveinsson

 

„Febrúarflugum er lokið og eintóm hamingja hér á bæ. Ég hef margoft tuggið að þetta sé engin keppni, en vitaskuld var spennustigið orðið nokkuð hátt um kvöldmatarleitið, þann 29. þegar 1.100 flugan dúkkaði upp. Árið 2023 voru flugurnar 1.140 og því alveg eins útlit fyrir að 2024 færi að narta í hælana á metárinu 2023. Leikar fóru þannig að það komu 1.194 flugur fram í Febrúarflugum og það voru 178 hnýtarar sem eiga allan heiðurinn af þeim flugum og enn einu metárinu. Alls hafa 8.760 flugur komið fram í Febrúarflugum frá upphafi.

FOS þakkar auðvitað öllum 12 styrktaraðilum ársins kærlega fyrir stuðninginn, án þeirra hefði ekki verið unnt að veita þær 24 viðurkenningar sem tilkynntar voru í Febrúarflugum síðdegis á föstudag.

Framlag frá Hjalta Harðarsyni. Spennandi straumfluga sem urriðar gætu svo …
Framlag frá Hjalta Harðarsyni. Spennandi straumfluga sem urriðar gætu svo sannarlega fallið fyrir. Ljósmynd/Hjalti Harðarson

 

Nú er bara að leggjast undir feld í 11 mánuði og upphugsa eitthvað nýtt og skemmtilegt til að takast á við í Febrúarflugum 2025, ég er alltaf með stóra drauma, bara spurningin hvað mér dettur í hug að gera og treysti mér út í.“

Sporðaköst þakka Kristjáni samstarfið í þessum mikla föndurmánuði hnýtara. Hann leggur ómælda vinnu af mörkum í tengslum við verkefnið og það sem meira er, án nokkurs ávinning fyrir sjálfan sig, annað en bara gleðina.

Ástþór Ernir með flotta flugu sem gæti virkað við ýmsar …
Ástþór Ernir með flotta flugu sem gæti virkað við ýmsar aðstæður og á enn fleiri fiska. Ljósmynd/Ástþór Ernir
Klassísk og alltaf sterk. Helgi Viðar Jónsson með Peacock. Það …
Klassísk og alltaf sterk. Helgi Viðar Jónsson með Peacock. Það er aldrei til nóg af þessum. Ljósmynd/Helgi Viðar Jónsson
Þessi fluga sem Daníel Karl Egilsson sendi inn er ávísun …
Þessi fluga sem Daníel Karl Egilsson sendi inn er ávísun á stóra urriða. Ljósmynd/Daníel Karl Egilsson
Við lokum umfjöllun um Febrúarflugur með samsettri mynd sem Kristján …
Við lokum umfjöllun um Febrúarflugur með samsettri mynd sem Kristján Friðriksson deildi. Hér eru myndir af öllum þeim flugum sem sendar voru inn í ár. Ljósmynd/Kristján Friðriksson
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert