Mikið úrval fyrir 10-16 ára

Collections Kids opnaði nýverið á Hafnartorgi en það er glæsileg …
Collections Kids opnaði nýverið á Hafnartorgi en það er glæsileg verslun sem býður upp á mikið úrval af fötum fyrir börn á öllum aldri. Ljósmynd/Aðsend

Barnafataverslunin Collections Kids opnaði nýverið á Hafnartorgi en þetta er einkar glæsileg verslun sem býður upp á mikið úrval af fötum fyrir börn á öllum aldri. Að sögn Esterar Bergmann Halldórsdóttur markaðsstjóra er verslunin hugsuð fyrir börn á öllum aldri en þar verður sérstaklega gott vöruúrval fyrir 10-16 ára.

„Við vildum bjóða upp á barnafatnað fyrir börn á aldrinum 10-16 ára þar sem okkur finnst vanta úrval fyrir þennan aldur. Í versluninni bjóðum við upp á einstakt vöruúrval og brot af því besta frá hverju merki. Við leggjum aukna áherslu á vinsæl merki á borð við Polo Ralph Lauren, Boss, Hugo og Armani. Og þar að auki tókum við inn ný og spennandi merki, til að mynda Kenzo, Marc Jacobs og Levi´s.“

Í Collections Kids má finna vinsæl merki á borð við …
Í Collections Kids má finna vinsæl merki á borð við Hugo, Armani, Levi´s og Boss. Ljósmynd/Aðsend

Tímalaust útlit og fáguð hönnun

Ester talar um að það sé mikil fjölbreytni í búðinni en Polo Ralph Lauren-hornið í búðinni hefur vakið sérstaka athygli fyrir að vera glæsilegt og vel heppnað.

„Polo er eitt af okkar stærstu merkjum, þekkt fyrir tímalaust útlit og fágaða hönnun. Merkið er gríðarlega vinsælt og lofað víða um heim en hjá okkur eru vörurnar frá þeim fyrir 0-16 ára.

Flestir þekkja Polo-bangsann sem hefur notið mikilla vinsælda í gegnum árin en einna vinsælast hjá okkur eru jogging-gallarnir og logo-náttbuxurnar. Eins bjóðum við upp á gott úrval af skyrtum og kragabolum fyrir fínni tilefni, strigaskó og fylgihluti.“ 

„Við vildum bjóða upp á barnafatnað fyrir börn á aldrinum …
„Við vildum bjóða upp á barnafatnað fyrir börn á aldrinum 10-16 ára þar sem okkur finnst vanta úrval fyrir þennan aldur,“ segir Ester Bergmann Halldórsdóttir markaðsstjóri. Ljósmynd/Aðsend

Kenzo og Levi´s

Collections Kids er staðsett við hliðina á versluninni Collections á Hafnartorgi sem hefur notið mikilla vinsælda frá opnun árið 2019. Collections Kids er tíunda verslunin sem fyrirtækið Föt og Skór opnar en fyrirtækið á sömuleiðis Collections, Englabörn og Herragarðinn svo eitthvað sé nefnt. Að einhverju leyti verður boðið upp á sömu vörumerki í Collections Kids og í Englabörnum en þar verður þó mun meira úrval fyrir eldri börn og unglinga.

Aðspurð hvað hún sé spenntust fyrir í versluninni segir Ester: „Kenzo hefur ekki verið selt á Íslandi í mörg ár en verður í boði í Collections Kids. Kenzo er þekkt vörumerki frá París, einstök hönnun þar sem menningarlegur fjölbreytileiki er hafður að leiðarljósi. Djarfir litir og stórar myndir innblásnar úr frumskóginum eru allsráðandi og má þar sérstaklega nefna tígrisdýrið sem er orðið aðaleinkenni Kenzo. Við höfum ekki verið með Levi´s áður en það merki þekkja allir enda brautryðjandi þegar kemur að gallafatnaði. Gallabuxurnar frá Levis eru alltaf flottar og sniðin góð.“ 

Í Collections Kids er Polo Ralph Lauren-horn sem hefur vakið …
Í Collections Kids er Polo Ralph Lauren-horn sem hefur vakið athygli fyrir að vera glæsilegt og vel heppnað. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert