Ræða Bjarna í beinni

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, heldur setningarræðu á landsfundi flokksins sem fer fram í Laugardalshöll um helgina. Hægt er að fylgjast með ræðu Bjarna neðst í fréttinni.

Að venju verður rætt um ýmis málefni í Laugardalnum um helgina. Til að mynda hefur miðstjórn Sjálf­stæðis­flokks­ins lagt það til við lands­fundinn að skipuð verði framtíðar­nefnd sem muni fjalla um end­ur­skoðun á skipu­lags­regl­um flokks­ins.

Þeim breyt­inga­til­lög­um sem muni liggja fyr­ir á lands­fundi verði vísað til meðferðar í þeirri nefnd.

Ein af þess­um til­lög­um er þess efn­is að formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins verði fram­veg­is kos­inn í ra­f­rænni kosn­ingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert