Algjör friður eða enginn friður

Frá Gasa. Fulltrúar Ham­as sneru aftur til Egypta­lands fyrr í …
Frá Gasa. Fulltrúar Ham­as sneru aftur til Egypta­lands fyrr í dag til að svara boði um fjörutíu daga vopnahlé. AFP

Háttsettur félagi hryðjuverkasamtakanna Hamas segir að samtökin muni ekki undirrita vopnahléssamkomulag af neinu tagi nema því fylgi algjör friður á milli Hamas og Ísrael um ókomna tíð.

Í umfjöllun AFP segir að viðkomandi fulltrúi Hamas hafi óskað eftir nafnleynd. Einnig er haft eftir honum að Hamas saki Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels um að standa persónulega í vegi fyrir því að samkomulag náist, vegna eigin hagsmuna.

Fulltrúar Ham­as sneru aftur til Egypta­lands fyrr í dag til að svara boði um fjörutíu daga vopnahlé.

Hafnaði fregnum

Frétta­veit­an hafði fyrr í kvöld eft­ir hátt­sett­um emb­ætt­is­manni inn­an úr ísra­elska stjórn­kerf­inu, sem kunn­ug­ur er gangi viðræðnanna, að kröf­ur Ham­as um viðvar­andi vopna­hlé á Gasa hefðu dregið úr von­um um að sam­komu­lag næðist um vopna­hlé.

„Hingað til þá hef­ur Ham­as ekki gefið upp kröf­ur sín­ar um enda­lok stríðsins, sem tek­ur út mögu­leik­ann á að sam­komu­lag ná­ist,“ hef­ur AFP eft­ir emb­ætt­is­mann­in­um, sem tjáði sig gegn því að hann nyti nafn­leynd­ar.

Hafn­aði hann fram­komn­um fregn­um um að Ísra­el hefði samþykkt að binda enda á stríðið til að geta leyst gísl­ana úr haldi Ham­as-sam­tak­anna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert