Framboðslisti Samfylkingar í Árborg samþykktur

Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ragnheiður Hergeirsdóttir

Samfylkingin í Árborg samþykkti framboðslista sinn til komandi sveitarstjórnarkosninga á félagsfundi í gærkvöld. Ragnheiður Hergeirsdóttir bæjarfulltrúi leiðir listann og Gylfi Þorkelsson bæjarfulltrúi skipar annað sætið. Torfi Áskelsson bæjarfulltrúi fer nú í 5. sætið, en Ásmundur Sverrir Pálsson bæjarfulltrúi gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu í bæjarstjórn.

Þórunn Elva Bjarkadóttir varabæjarfulltrúi skipar 3. sætið og í 4. sæti kemur nýr maður, Böðvar Bjarki Þorsteinsson, aðstoðarskólastjóri Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri.

Samfylkingin hlaut tæp 42% atkvæða í síðustu kosningum og á nú fjóra bæjarfulltrúa og skipar meirihluta með Framsóknarflokknum. Listi Samfylkingarinnar er fyrsti framboðslistinn sem kemur fram í Árborg fyrir kosningarnar í vor.

Listi Samfylkingarinnar í Árborg er eftirfarandi:

  1. Ragnheiður Hergeirsdóttir, framkvæmdastjóri/bæjarfulltrúi
  2. Gylfi Þorkelsson, framhaldsskólakennari/bæjarfulltrúi
  3. Þórunn Elva Bjarkadóttir, stjórnmálafræðingur
  4. Böðvar Bjarki Þorsteinsson, aðstoðarskólastjóri, Eyrarbakka
  5. Torfi Áskelsson, framkvæmdastjóri/bæjarfulltrúi
  6. Gyða Björgvinsdóttir, leiðbeinandi
  7. Eggert Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri
  8. Katrín Ósk Þorgeirsdóttir, hjúkrunarfr./aðstoðardeildarstjóri
  9. Tómas Þóroddsson, rekstrarstjóri
  10. Hildur Grímsdóttir, framhaldsskólanemi
  11. Sandra D. Gunnarsdóttir, starfsmannastjóri
  12. Már Ingólfur Másson, háskólanemi
  13. Ólafur Steinason, tölvunarfræðingur
  14. Sigurjón Bergsson, rafeindavirki
  15. Hildur Jónsdóttir, jafnréttisráðgjafi
  16. Árni Gunnarsson, framkvstj./fyrrv. alþingismaður
  17. Steingrímur Ingvarsson, verkfræðingur/fyrrv. bæjarfulltrúi.
  18. Ásmundur Sverrir Pálsson, framkvæmdastjóri/bæjarfulltrúi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert