Beint: Þórdís og Guðni kryfja alþjóðamálin

Guðni Th. Jóhannesson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Guðni Th. Jóhannesson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Samsett mynd/mbl.is/Eggert

Árleg ráðstefna Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, utanríkisráðuneytisins og Norræna hússins í samstarfi við Félag stjórnmálafræðinga og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála verður haldin í Norræna húsinu í dag frá klukkan 10.00 til 17.00.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra opnar ráðstefnuna og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flytur hátíðarerindi.

Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér fyrir neðan.

Boðið er upp á fimm málstofur yfir daginn þar sem rætt verður um stöðu Íslands í varnar- og öryggismálum, vaxandi skautun í pólitískri umræðu, áskoranir og tækifæri EES-samningsins og Evrópusamstarfsins á umbreytingartímum, og ávinning og áskoranir gervigreindar fyrir lýðræði. Þá lýkur ráðstefnunni með pallborðsumræðum þar sem formenn og fulltrúar þeirra stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi ræða utanríkisstefnu Íslands, að því er segir í tilkynningu. 

Nánar um dagskrána hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert