Verkvit í undirbúningi Verks og vits

Umfangsmikil fagsýning er fram undan.
Umfangsmikil fagsýning er fram undan. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sýningin Verk og vit hefst í Laugardalshöllinni á morgun og stendur fram á sunnudag. Sýningin er um íslenskan byggingariðnað, skipulagsmál og mannvirkjagerð og á vefsíðu Verks og vits er hún sögð stærsta fagsýning ársins hérlendis.

Á morgun og föstudag er sýningin eingöngu fyrir svokallaða fagaðila en á laugardaginn og sunnudaginn gefst almenningi einnig kostur á að sjá sýninguna. Sýningin er nú haldin í sjötta sinn en í síðustu skipti hefur gestafjöldi verið um 25 þúsund.

Þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði í Laugardalnum í gær var fólk á fullu að undirbúa Verk og vit.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert