Viðamiklar götulokanir í borginni

Kröfuganga verkalýðsins fer frá Skólavörðuholti klukkan 13.30 á morgun.
Kröfuganga verkalýðsins fer frá Skólavörðuholti klukkan 13.30 á morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Viðamiklar götulokanir verða í miðborg Reykjavíkur á morgun á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins.

Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglarnir, verði með hópakstur frá Grandagarði klukkan 12 sem endar við Háskólann í Reykjavík um klukkan 13. Viðamiklar götulokanir eru í tengslum við hópaksturinn.

Félagsfólk í VR verður með fjölskylduskemmtun á Klambratúni og verður gengið þaðan að Skólavörðuholti klukkan 13.

Kröfuganga verkalýðsins fer svo frá Skólavörðuholti klukkan 13.30 og verður gengið niður á Ingólfstorg þar sem fram fer dagskrá í tengslum við daginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert