Veittu Jóni Atla viðurkenningu fyrir sigurumsókn

Frá vinstri: Sigurjóna Sverrisdóttir, Hildur Björg Bæringsdóttir viðskiptastjórar hjá Íslandsstofu, …
Frá vinstri: Sigurjóna Sverrisdóttir, Hildur Björg Bæringsdóttir viðskiptastjórar hjá Íslandsstofu, Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar Íslandsstofa/Arnar Valdimarsson

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, leiddi sigurumsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur árið 2027.

Fékk hann að því tilefni viðurkennningu frá forseta borgarstjórnar á ársfundi Meet in Reykjavík í gær.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Meet in Reykjavík.

2.500 vísindamenn og fagmenn til landsins

Gert er ráð fyrir því að ráðstefna muni laða að sér 2.500 erlenda vísindamenn og fagfólk á svið fjarkönnunar frá öllum heimshornum. Fer ráðstefnan fram í Hörpu og Háskóla Íslands í júlí 2027.

Þórdís Lóa Þórhallssdóttir er stjórnarformaður Meet in Reykjavík ásamt því að vera forseti borgarstjórnar. Var það hún sem afhenti Jóni viðurkenninguna fyrir hönd Meet in Reykjavík.

Fram kemur í tilkynningunni að hlutverk Meet in Reykjavík - Iceland Convention Bureau sé að styrkja og efla ímynd Íslands og Reykjavíkur sem eftirsóknarverðs áfangastaðar fyrir ráðstefnur, fundi, hvataferðir og alþjóðlega viðburði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert